is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39477

Titill: 
  • Skiptir það máli? : Lady Gaga og sviðsetning sjálfsins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð miðar að því að staðsetja listakonuna Lady Gaga inn í samtímaheim vestrænnar menningar, með sérstökum samanburði við hugmynda- og kenningaheimi póstmódernismans um sjálfið og femíníska gagnrýni á kynjatvíhyggju. Það er gert með því að skoða sérstaklega sviðsetningar hennar og yfirlýsingar og bera þær saman við ýmsar hugmyndir og kenningar um sjálf og þátt þess í kynjaumræðunni. Í ritgerðinni er sérstaklega fjallað um sviðsetningar hennar í upphafi ferils síns og tengjast útgáfu plötu hennar Born this way. Þar eru tvær sviðsetningar teknar til skoðunnar. Tónlistarmyndbandið við lagið Marry the night og gjörningur Gaga á VMA tónlistarverðlaunahátíðinni árið 2011 þar sem hún kom sem tilbúinn kærasti sinn, Jo Calderone.
    Meginniðurstöður þessarar greiningar eru að sviðsetningar Gaga endurspegla vel póstmodernískar hugmyndir og kenningar um einkenni og eðli sjálfsins, ef það hefur yfirleitt eðli. Sviðsetningar og yfirlýsingar hennar má greina þannig að sjálfið sé þverstæðukennt, fljótandi, breytilegt og hægt sé að umbreyta því, ekki síst í gegnum listina. Þessi sviðsetning hennar á sjálfinu sýnir sig helst í meðvitund hennar um sviðsetninguna og vilja til þess að fylgja eigin gildismati oft þvert á þau norm sem við þekkjum. Þannig færir hún fram sjálf sem virðist vera mótsagnakennt og síbreytilegt og er í heiðarleika sínum gagnrýnt á tvíhyggju vestrænnar menningar í víðum skilningi.

Samþykkt: 
  • 25.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39477


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð_Hjalti_Vigfússon.pdf569.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna