is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39479

Titill: 
  • „Hann veltist úr bekknum og niður á gólf og lá þar í kuðung á gólfinu og veltist um af hlátri í fósturstellingunni og hló og hló og grét af hlátri“ : brot úr leiksögu Ungmennafélagsins Grettis í Miðfirði frá stofnun til sameiningar 1928-2018
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rakin er leiksaga Ungmennafélagsins Grettis í Miðfirði frá stofnun 1928 til sameiningar við Leikfélag Hvammstanga 2018. Markmið þess var að auka samheldni og félagslyndi í sveitinni og fólst það m.a. í leiklistarstarfsemi. Mikilvægi Félagsheimilisins Ásbyrgi er skoðað í þessu samhengi en hreppsbúar höfðu mikið fyrir byggingu þess. Verkefnavalið, sem einkennist af gamanleikjum og alvarlegri íslenskum verkum er skoðað, ásamt æfingaferli hópsins þar sem leita þurfti skapandi lausna og sýningaferli sem teygði anga sína út fyrir hreppinn. Fjallað er um farandssýningar Þjóðleikhússins í hreppnum og viðbrögð áhorfenda við þeim. Að lokum eru móttökur áhorfenda kannaðar og ávinningur þátttakenda. Sýnt er hvernig þátttaka í slíkri starfsemi getur haft jákvæð félagsleg áhrif á þátttakendur og skilað sér í merkilegum persónulegum lærdómi. Stuðst er við viðtöl við Jóhannes Ingvar Björnsson og Ingibjörgu Jónsdóttur sem hafa látið til sín taka í starfseminni, sem og örfáar leikskrár sem fundust við húsleit í Ásbyrgi.

Samþykkt: 
  • 25.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39479


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HakonOrnHelgason_lokaritgerd_svidshofundabraut2021.pdf9.77 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna