is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3948

Titill: 
  • Þjónustuþörf og viðhorf til þjónustu hjá foreldrum fatlaðra barna á Vesturlandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta er tíu eininga lokaverkefni til B.A. gráðu í þroskaþjálfafræði við Háskóla Íslands vorið 2009. Leiðbeinandi verkefnisins var Kristín Björnsdóttir, kennari við Háskóla Íslands. Ritgerðin fjallar um niðurstöður viðhorfakönnunar sem gerð var meðal foreldra fatlaðra barna á Vesturlandi haustið 2008. Tilgangur könnunarinnar var að skoða þjónustuþörf og viðhorf foreldra fatlaðra barna til þjónustu sem veitt er á Vesturlandi og var til þess gerð blönduð rannsókn (e.mixed methods) þar sem notaðar voru bæði megindlegar (e.quantitative approaches) og eigindlegar (e.qualitative approaches) rannsóknaraðferðir. Megindlega aðferðin fólst í því að sendur var rafrænn spurningalisti til foreldra fatlaðra barna á skrá hjá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Vesturlandi og voru þeir spurðir út í þjónustu sem þeir fengu og viðhorf þeirra til þjónustunnar. Spurningalistanum svöruðu 32 fjölskyldur fatlaðra barna yngri en 18 ára (67%). Eigindlega aðferðin hins vegar fólst í tveimur viðtölum, annars vegar við foreldra í dreifbýli og hins vegar við foreldra í þéttbýli til að fá nánari sýn á þjónustuna sem fjölskyldurnar fengu. Niðurstöður verkefnisins bentu til þess að þjónustuþörfin sé talsvert fjölskyldumiðuð, viðhorfið til þjónustunnar mismunandi en almenn ánægja var með þá þjónustuaðila sem tilteknir voru í könnuninni. Einnig kom fram að kynning á hlutverki þjónustuaðila sé mikilvæg.

Samþykkt: 
  • 7.10.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3948


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helga_Lokaritger%F0_laest.pdf687,87 kBLokaðurHeildartexti PDF