Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39497
Decision-making plays a vital part in the work of management. It is not enough for managers to base their decisions solely on their intuition and feelings. Managers can make their decisions based on more vital evidence with data-driven decision-making. Continuous improvements, higher transparency, increased operational efficiencies, and increased competitive advantages are examples of data-driven decision-making benefits. This project aims to design and develop an interactive performance dashboard for the Reykjavík city service center to aid in such decision-making. The design process consisted of user-centered design for an interactive system, according to the ISO 9241-210 standard. User-friendliness was a number one priority during the process, so the design was centered around the users. The dashboard contents, including performance metrics, key performance indicators (KPIs), and targets, play a critical role in the dashboard design. A structured survey was conducted. At larger service centers in Iceland, the goal was to gain insight into their working practices to acquire a better basis for determining the contents of Reykjavík’s city service center dashboard. Design is all about usability—so the dashboard evaluation was conducted through usability testing. The usability test results revealed a successful implementation of the performance dashboard at Reykjavík’s city service center.
Ákvarðanataka gegnir mikilvægu hlutverki í starfi stjórnenda. Það er ekki nægjanlegt fyrir stjórnendur að byggja ákvarðanir sínar eingöngu á eigin innsæi og tilfinningum. Með gagnadrifinni ákvarðanatöku geta stjórnendur byggt ákvarðanir sínar á sterkari grunni. Stöðugar endurbætur, aukið gagnsæi, meiri hagkvæmni í rekstri og aukið samkeppnisforskot eru allt dæmi um ávinning gagnadrifinna ákvarðanatöku. Til að styðja við slíka ákvarðanatöku er markmið þessa verkefnis að hanna og þróa gagnvirkt árangursmælaborð fyrir þjónustuver Reykjavíkurborgar. Hönnunarferlið samanstóð af notendamiðaðri hönnun fyrir gagnvirk kerfi samkvæmt ISO 9241-210 staðlinum. Í gegnum ferlið var notandinn útgangspunktur hönnunarinnar. Innihald mælaborðsins samanstendur af árangursmælikvörðum, helstu árangursvísum og markmiðssetningu þeim samfara. Þessir þættir gegna veigamiklu hlutverki í hönnunni. Könnun hjá stærri þjónustuverum á Íslandi var gerð með það að markmiði að fá betri innsýn inn í starfshætti þeirra. Niðurstöður könnunarinnar voru hafðar til hliðsjónar við ákvörðun á innihaldi mælaborðs þjónustuvers Reykjavíkurborgar. Við mat á árangri mælaborðsins var notast við nytsemisprófun þar sem notagildið er í brennidepli allrar hönnunar. Niðurstöður nytsemisprófunar leiddu í ljós árangursríka innleiðingu á frammistöðumælaborði hjá þjónustuveri Reykjavíkurborgar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MSc_Sigridur_Erla_Fridgeirsdottir.pdf | 5,47 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |