Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39501
The objects of this longitudinal study were i) to analyse which anthropometrical and physical fitness parameters characterize Icelandic youth badminton players, and ii) to determine if training of physical fitness has been sufficient for Icelandic youth badminton players. Data was collected from 21 Icelandic youth national team badminton players (16.95 ± 1.97 years old), 15 men and six women. Players participated in two measurements, with 15 months in between measurements, where players were tested in height, weight, body mass index, arm span, shoulder flexion, grip strength, countermovement jump, medicine ball throw, 505 agility test, badminton specific agility test and the YoYo intermittent recovery test level 1. Descriptive statistics were calculated for all experimental variables, and the results presented as mean values with standard deviation. A paired t-test was performed to calculate the difference between the two measurements. The results of this study showed a difference between measurements for height, weight, arm span, left shoulder flexion, grip strength, countermovement jump and the YoYo intermittent recovery test level 1 for men, but only in height, medicine ball throw and countermovement jump for women.
Markmið þessarar langtíma rannsóknar var i) að greina hvaða líkamlegu eiginleikar og hvaða líkamlega færni einkenna íslenska badminton leikmenn í unglingaflokkum, og ii) að ákvarða hvort þjálfun á líkamlegum þáttum hafi verið nægileg fyrir íslenska badminton leikmenn í unglingaflokkum. Gögnum var safnað frá 21 leikmanni úr unglingalandsliðum Íslands í badminton (16.95 ± 1.97 ára), 15 strákum og 6 stelpum. Leikmenn tóku þátt í tveimur mælingum, með 15 mánaða millibili (vegna Covid-19 voru einungis tvær mælingar framkvæmdar í stað fjögurra/fimm), þar sem leikmenn voru mældir í: hæð, þyngd, líkamsþyngdarstuðli, faðmlengd, axlarliðleika, gripstyrk, stökkkrafti, medicine bolta kasti, 505 snerpuprófi, sértæku badminton snerpuprófi og YoYo IRT-1. Tölfræðileg greining var framkvæmd með því að nota parað t-próf til að reikna út mun á milli mælinganna tveggja. Lýsandi tölfræði var reiknuð fyrir allar breytur þar sem niðurstöður voru settar fram sem meðaltal með staðalfráviki. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýndu marktækan mun á milli mælinga í hæð, þyngd, faðmlengd, vinstri axlarliðleika, gripstyrk, stökkkrafti og YoYo IRT-1 hjá strákum, en einungis í hæð, medicine bolta kasti og stökkkrafti hjá stelpum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
master thesis.pdf | 546.05 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |