is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísinda- og lagadeild > Meistaraprófsritgerðir í Félagsvísinda- og lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39503

Titill: 
 • Skylda sveitarfélaga gagnvart fjölskyldum með langveik börn
 • Titill er á ensku Local goverments duty towards families with disabled children
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Flutningur málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga fór fram 1. janúar 2011 en komist var að
  samkomulagi um útfærslu á þjónustu við fatlað fólk í nóvember 2010. Var markmiðið með
  flutningnum að færa ábyrgð á fjármögnun þjónustunnar frá ríki til sveitarfélaga og með því
  tryggja sveitarfélögum réttmætan fjárhagsramma. Er viðfangsefni þessarar ritgerðar er ætlað
  varpa nánari ljósi á þessa útfærslu í nánari ljósi með réttindum fatlaðra í huga samkvæmt
  innlendri löggjöf ásamt alþjóðlegum skuldbindingum sem Ísland hefur gengst að og verða
  skyldur sveitarfélaga skoðaðar í þessu samhengi.
  Í öðrum kafla ritgerðarinnar er fjallað um þróun löggjafans í málaflokknum og í fjórða kafla
  verður fjallað um réttaröryggi fatlaðra. Í fimmta kafla er skoðaður réttur fatlaðra til
  heilbrigðisþjónustu. Kafli sex inniheldur umfjöllfun um réttin til framfærslu og félagsþjónustu.
  Fjallað er um réttinn til menntunar í sjöund kafla en í áttunda kafla er fjallað um stjórnskipulag
  málefna fatlaðra og langveikra. Að lokum er svo fjallað um lög um stuðning við fatlað fólk með
  langvarandi stuðningsþarfir. Reiddi rannsóknin í ljós að réttindi fatlaðra hafa tekið miklum
  breytingum til hins betra síðustu ár vegna þeirra alþjóðaskuldbindinga sem Ísland hefur tekið
  upp og leitt í lög hér á landi. Hefur einnig vinna átt sér stað í breytingum á innlendri löggjöf
  sem hefur veitt þessum réttindum hátt undir höfði. Þrátt fyrir það hefur dómaframkvæmd sýnt
  að eftir flutning málaflokksins hafa dómstólar ekki viljað fara of langt gegn
  sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga og því nauðsynlegt, að mati höfunar, að breyta þurfi viðhorfi
  innan íslensks réttarkerfis og stjórnsýslu, svo þeim markmiðum sem stefnt er að verði náð.

Samþykkt: 
 • 28.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39503


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skylda sveitarfélaga til fjölskyldna með langveik börn_vignir.pdf775.19 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
VignirSigurjónsson_5773_165804_Yfirlysing_VignirSigurjónsson-1.pdf62.27 kBLokaðurYfirlýsingPDF