is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39506

Titill: 
  • Virðismat á Icelandair Group
  • Titill er á ensku Valuation of Icelandair Group
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn er leitast við að framkvæma virðismat á Icelandair Group og svara með því rannsóknarspurningunni: „Hvert er eiginlegt virði Icelandair Group þann 1. apríl 2021?“. Markmiðið með virðismatinu er að leggja mat á hvort hlutir félagsins á markaði teljist yfir- eða undir verðlagðir. Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa til kynna að eiginlegt virði hlutanna sé 2,58 krónur. Í upphafi aprílmánaðar var gengi hlutanna á markaði hins vegar 1,40 krónur og gefa niðurstöðurnar því til kynna að hlutirnir séu undirverðlagðir um rúm 84 prósent og að kaupaðstæður fyrir fjárfesta í félaginu séu því hagstæðar. Hins vegar bendir margt til þess að fjárfesting í félaginu feli í sér umtalsverða áhættu og sé því ekki hentugur valkostur fyrir áhættufælna fjárfesta. Virðismatsaðferðin sem stuðst er við í þessari rannsókn er afvaxtað sjóðstreymislíkan þar sem virði félagsins er metið út frá núvirtu frjálsu sjóðstreymi til fyrirtækisins að viðbættu niðurlagsvirði. Til stuðnings virðismatsins var bæði framkvæmd stefnumiðuð og fjárhagsleg greining á félaginu. Stefnumiðaða greiningin var framkvæmd með PESTEL greiningu, fimm krafta líkani Porters, VRIO auðlindalíkani og SVÓT greiningu og hafði það að leiðarljósi að greina þá lykilþætti í umhverfi félagsins sem skapað gætu því aukið virði eða dregið úr arðsemi þess fram á við. Í fjárhagslegu greiningunni var rýnt í sögulega ársreikninga félagsins í þeim tilgangi að öðlast dýpri skilning á fjárhagsstöðu fyrirtækisins og til að styrkja stoðir þeirra forsenda sem liggja að baki virðismatinu.

Samþykkt: 
  • 28.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39506


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BjarniHeiðarHalldórsson_lokaverk.pdf1.35 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_BjarniHeiðarHalldórsson-1.pdf48.93 kBLokaðurYfirlýsingPDF