is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39510

Titill: 
 • Allir á sömu vegferð : starfendarannsókn um samstarf í samreknum skóla í Reykjavík
 • Titill er á ensku Everybody on the same journey : action research in a jointly operated school in Reykjavík
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Meistaraprófsritgerð þessi er starfendarannsókn. Tilgangur rannsóknarinnar var að leita leiða til þess að styrkja og viðhalda samfellu og samvinnu á milli skólastiga í grunnskóla í Reykjavík. Markmið með þessu verkefni er að draga fram hugmyndir, sýn og styrkleika fólks sem kemur að samstarfi leikskólans, grunnskólans og frístundaheimilisins og ákvarða næstu skref þessarar samvinnu út frá þeim. Í rannsókninni leitast rannsakandi við að svara spurningunni: Hvernig get ég sem deildarstjóri nýtt hugmyndir og viðhorf starfsfólks til að skapa vettvang um samstarf á milli leikskóla, grunnskóla og frístundaheimilis sem stuðlar að og viðheldur sterkri samfellu á milli skólastiga?
  Rannsóknin fór fram í Dalskóla í Reykjavík sem er samrekinn grunnskóli, leikskóli og frístundaheimili. Rannsakandi er starfandi við skólann sem deildarstjóri á yngsta stigi. Rannsóknartími var frá skólabyrjun 2019 til vors 2021. Í fræðilegri umfjöllun er dregin fram saga þessara þriggja stofnanna innan menntakerfisins: grunnskólans, leikskólans og frístundaheimilisins. Skoðaðar eru rannsóknir sem tengjast samstarfi á milli skólastiga og fjallað um samfellu í skólastarfi. Að lokum er fjallað um forystu og starfsþróun í skólastarfi. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að starfsfólk sé almennt jákvætt fyrir samstarfinu og upplifi samvinnu á milli skólastiganna. Þeim finnst samstarfið bæði gagnlegt og skemmtilegt og upplifa að bæði börn og starfsfólk njóti góðs af því. Starfsfólk kallar eftir meiri undirbúningstíma til að undirbúa samstarfið og til að skapa nýjan vettvang til samstarfs. Helsti lærdómur þessarar rannsóknar snýst um þróun minnar eigin fagvitundar og hvernig hún er undirstaðan í að ég komi auga á hugmyndir og viðhorf samstarfsfólks og mikilvægi dreifðrar ábyrgðar og samtalsins í að hlúa að og styrkja samfellu milli skólastiganna.

 • Útdráttur er á ensku

  This master thesis is an action research. The goal of the study was to try to find ways to strengthen and maintain continuity and cooperation between school levels in an elementary school in Reykjavík. The research focuses on highlighting the ideas, visons and the strengths of the staff involved with the preschool, lower elementary and afterschool programs, and to find ways to incorporate them in future collaboration. I attempt to answer the question: „How can I, as head of a department, utilize the ideas and views of the school‘s staff to create an environment for good collaboration between the preschool, elementary school and after school programs, that contributes to, and maintains strong continuity between these different school stages?“.
  The research took place in an elementary school in Reykjavík called Dalskóli. There, all three stages, preschool, elementary school and afterschool programs, operate jointly. The researcher is employed at the school as head of lower elementary, grades 1- 4. The research period was from August 2019 to April 2021.
  The theoretical discussion presents the history of these three units within the educational system, the elementary school, the preschool and the after-school programs. In addition to that, it explores other research related to co-operation between school stages and discusses continuity in education. Furthermore, leadership and educational management is examined.
  The findings of the study indicate that the school’s staff is overall happy with the collaboration and interaction between the three stages. Not only do they think that it’s useful but also enjoyable. Additionally, they feel that both staff and students benefit from it. They, however, call for more time for preparation and the need to create a suitable and common platform to be able to work together and develop their ideas further.
  The conclusion is that as a department head, in a growing school such as this one, I must redefine my role and figure out the best way to create the platform the staff requested to promote and maintain strong continuity between school levels.

Samþykkt: 
 • 28.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39510


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AuðurValdimarsdottir.pdf699.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing_AV.pdf38.3 kBLokaðurYfirlýsingPDF