is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39517

Titill: 
 • Ávöxtunarviðmið lífeyrissjóða : er 3,5% ávöxtunarviðmið raunhæft í lágvaxtaumhverfi?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvort 3,5% ávöxtunarviðmið lífeyrissjóða sé raunhæft í
  lágvaxtaumhverfi. Mismunandi tegundir lífeyriskerfa verða skoðaðar og bornar saman við
  þriggja stoða lífeyriskerfi. Leitast er við að skoða þróun vaxta og af hverju þeir hafa farið
  lækkandi í hinum vestræna heimi, farið verður í peningastefnu Seðlabanka Íslands og hvaða
  áhrif hún hefur á vexti. Hvaða áskoranir myndast fyrir lífeyrissjóði og aðra stofnfjárfesta þegar
  vextir lækka, hvernig spilar áhættudreifing eigna í fjárfestingastefnum lágvaxtaumhverfis. Farið
  verður yfir eigna- og skuldahlið lífeyrissjóða, ásamt því að skoða hvort ávöxtunarkrafa sem
  notuð er til að núvirða eignir og skuldbindingar gefi rétta mynd af tryggingafræðilegri stöðu
  sjóðanna. Stuðst verður við fræðigreinar sem hafa verið birtar um efnið, einnig er stuðst við
  töluleg gögn við mat á niðurstöðum.
  Niðurstöður sýna að 3,5% ávöxtunarviðmið er ekki raunhæft til framtíðar, tryggingafræðileg
  staða lífeyrissjóða er vanmetin þar sem ávöxtunarviðmið er of hátt.

Samþykkt: 
 • 28.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39517


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ÓlafurSkúliMagnússon_BS_lokaverk.pdf2.48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_ÓlafurSkúliMagnússon.pdf716.89 kBLokaðurYfirlýsingPDF