is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39519

Titill: 
  • Af einu orði fæðast fleiri : áhrif markvissrar íhlutunar á íslenskan orðaforða tvítyngds leikskólabarns
  • Titill er á ensku One word leads to another ... and another ... and another
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi meistaraprófsritgerð fjallar um íhlutun með fjögra ára tvítyngdu leikskólabarni, sem notar pólsku með fjölskyldu sinni og íslensku í leikskólanum, en meginmarkmið voru að auka íslenskan orðaforða hans.
    Rannsóknir benda til að nauðsynlegt sé að börn öðlist góðan og fjölbreyttan orðaforða sem mikilvæga undirstöðu fyrir lestur og til áframhaldandi náms (Sigríður Ólafsdóttir o.fl., 2016). Þá hefur komið í ljós að hægt er með markvissum aðferðum að stuðla að aukningu orðaforða barna (Helga Hilmarsdóttir, 2016; Marta Eydal o.fl., 2019).
    Íhlutunin fór fram á tímabilinu september til desember 2020, tvisvar í viku í sjö vikur. Íslensk markorð voru þjálfuð með ýmsum hætti og íslensk samanburðarorð komu fram samhliða án sérstakrar þjálfunar. Íslenskur og pólskur orðaforði barnsins var metinn í upphafi og í lokin, auk þess sem íslenskur orðaforði var metinn á meðan á rannsókninni stóð. Notuð voru íslenska orðaforðaprófið PPTV-4 (Peabody Picture Vocabulary Test; Hrafnhildur Ragnarsdóttir o.fl., 2009; Valgerður Ólafsdóttir, 2011) og pólska orðaforðaprófið OTSR (Obrazkowy Test Słownikowy – Rozumienie; Haman, o.fl., 2012).
    Niðurstöður orðaforðaprófanna í upphafi sýndu að íslenskur orðaforði barnsins var mun minni en hjá íslenskum jafnöldrum en pólskur orðaforði var í lágu meðallagi miðað við pólska jafnaldra (Aneta Figlarska o.fl., 2017). Íslenskur orðaforði barnsins jókst um 52,9% frá fyrstu mælingu til þeirrar síðustu samanborið við 25,0% orðaforðaaukningu að meðaltali hjá íslenskum jafnöldrum á sama tímabili (Valgerður Ólafsdóttir, 2011). Barnið lærði öll markorðin sex og fimm af sex samanburðarorðunum. Í niðurstöðum pólska orðaforðaprófsins kom fram nokkur aukning milli prófa, en hann var áfram í lágu meðallagi í samanburði við jafnaldra.
    Þessar niðurstöður gefa ástæðu til að ætla að markviss vinna með íslenskan orðaforða geti skilað árangri hjá börnum sem eiga annað móðurmál en íslensku, og ekki aðeins þau orð sem unnið er markvisst með, heldur geti önnur orð bæst samhliða með í safnið. Sérstaklega mikilvægt er að nýta vel þann tíma sem börn, sem ekki nota íslensku með fjölskyldu sinni, dvelja í íslensku málumhverfi.

  • Útdráttur er á ensku

    The subject of this M.Ed. thesis is an early intervention with a bilingual four-year-old Icelandic kindergarten child who uses Polish language with his family and Icelandic language at the kindergarten. The aim was to increase his Icelandic vocabulary with a specific intervention.
    Research shows the need for children to acquire a good and diverse vocabulary as an important foundation for reading and further education (Sigríður Ólafsdóttir et al., 2016). Research also shows that it is possible, with targeted methods, to increase children’s vocabulary (Helga Hilmarsdóttir, 2016; Marta Eydal o.fl., 2019).
    The intervention sessions were conducted twice a week, from September to December 2020, in total fourteen session. Predetermined Icelandic target words were explicitly taught. Control words were also used in parallel and indirectly in the sessions. In order to assess the vocabulary, at the beginning, during the study, and at the end, a speech language pathologist administered an Icelandic vocabulary test PPTV-4 (Peabody Picture Vocabulary Test; Hrafnhildur Ragnarsdóttir et al., 2009; Valgerði Ólafsdóttir, 2011) and a Polish vocabulary test OTSR (Obrazkowy Test Słownikowy – Rozumienie; Haman, o.fl., 2012) was administered before and after the intervention.
    The vocabulary test results, before the project started, showed that the child’s Icelandic vocabulary was far below Icelandic peers, while his Polish vocabulary was at a low average compared to Polish-speaking peers (Aneta Figlarska o.fl., 2017). Over the intervention sessions, his Icelandic vocabulary increased by 52,9%, from the first measurement to the last measurement, compared to 25,0% increase, on average, for Icelandic peers, according to the PPTV-4 criteria (Valgerður Ólafsdóttir, 2011). The Polish vocabulary tests showed an increase between the sessions, but comparatively, the results were similar to Polish peers, low average.
    These results show that a direct teaching and training in Icelandic vocabulary, can increase the vocabulary in children who do not have Icelandic as a native language, and that the learning of other words simultaneously can occur. It is very important to utilize the time when children, who do not use Icelandic with their family, are in Icelandic language environment, such as kindergarten.

Samþykkt: 
  • 28.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39519


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elín Freyja Eggertsdóttir_Lokaskil_Skemma.pdf576.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Elín Freyja Eggertsdóttir_Yfirlýsing_Skemma copy.pdf22.87 kBLokaðurYfirlýsingPDF