Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39523
Markmið rannsóknarinnar var að endurskipuleggja og þróa hvíldartíma þeirra barna sem eru hætt að þurfa daglúr í leikskólanum. Jafnframt rýndi rannsakandi í eigin vinnubrögð og skoðaði leiðir til að kenna börnunum slökun ásamt því að efla sjálfsmynd þeirra og tilfinningaþroska. Fræðileg sýn verkefnisins byggist á hugmyndafræði jóga og núvitundar og af hverju hvíld og slökun er mikilvæg fyrir vellíðan ungra barna. Tilgangur þessa verkefnis var að leita leiða til að þróa notalega gæðastund með þriggja ára börnum þar sem þau næðu að hvílast án þess að sofna. Sú rannsóknarspurning sem leitast var eftir að svara í þessari rannsókn er: Hvernig er hægt að stuðla að vellíðan barna á hvíldartíma þeirra í leikskólanum og hvaða leiðir er hægt að fara til að auka gæði hvíldarstundanna?
Rannsóknin, sem er starfendarannsókn, fór fram á einni leikskóladeild með tveggja til þriggja ára börnum. Gagnasöfnun fór fram í fjóra mánuði eða frá byrjun september 2020 til lok janúars 2021. Gögnum var fyrst og fremst safnað með rannsóknardagbók. Notast var við túlkandi greiningu þar sem rannsakandi rýndi ítrekað í gögnin, flokkaði þau og greindi síðan í þemu.
Til að skapa rólegt andrúmsloft og stuðla að því að börnin ættu rólega stund ákvað rannsakandi að kynna fyrir þeim og stunda með þeim jóga, öndunaræfingar og fleiri verkefni sem snúa að núvitund og slökun. Nokkrir þættir höfðu áhrif á rannsóknina og má þar á meðal annars nefna að rannsóknin átti sér stað á meðan heimsfaraldurinn Covid-19 geisaði og olli gríðarlegum röskunum á leikskólastarfi vegna sóttvarnaraðgerða. Einnig er gerð grein fyrir þeim breytingum sem voru gerðar vegna styttingu vinnuvikunnar og hvaða áhrif deildarstjórahlutverk rannsakanda hafði á ferli rannsóknarinnar.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar bentu til þess að nýtt fyrirkomulag á hvíldartíma barnanna stuðlaði að mörgu leyti að vellíðan barnanna og að þau upplifðu núvitund. Gæði hvíldarstundanna jukust í nýju fyrirkomulagi og þykir vert að halda áfram að starfa eftir nýju fyrirkomulagi og jafnvel að þróa það enn frekar.
The aim of this research was to reorganize and develop resting time for children who no
longer need nap during the time in kindergarten. Furthermore, I explored ways to introduce
relaxation to the children and strengthen their self-esteem and emotional development. The
research is based on the ideology of yoga and mindfulness and how resting time and
relaxation is essential for children´s wellbeing. The purpose was to find ways to develop
quality time for three-year-old where they can rest without falling asleep. The thesis of this
research is: How to enhance children´s wellbeing during the kindergarten´s resting time and
which ways increases the quality during that time?
The research was an action research and took place in one classroom with children of the
age of two to three-year-old. The data collection took place for four months, from early
September 2020 until the end of January 2021. The data was primarily collected using a
research diary and the data was then analyzed with interpretive analyzing.
To create a calm environment the children were introduced to yoga, breathing exercises
and other ways to reach mindfulness. Among factors that affected the research were the
Covid-19 epidemic due to disease prevention that caused disturbance in the kindergarten´s
daily routine. Furthermore, the researcher’s tasks were directly affected by the restructure
of the staff´s work hours and other task due to his status as head of the classroom.
The main results indicate that a new arrangement made during the resting time
enhanced children´s wellbeing in many ways and they experienced mindfulness. The quality
increased and shows to be valuable in further developing of this arrangement.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Fríða Kristín Hannesdóttir Lokaskil 23.05.21.pdf | 661.96 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlýsing skemma.pdf | 136.31 kB | Lokaður | Yfirlýsing |