is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39524

Titill: 
 • „Mér finnst þetta voða skemmtilegt, annars væri ég ekki í þessu“ : upplifun textílkennara af starfi sínu og starfsaðstæðum
 • Titill er á ensku Textile teachers experience of their work and work environment
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í verki þessu verður skyggnst inn í heim textílkennara í nokkrum grunnskólum með það að markmiði að bregða ljósi á upplifun þeirra af starfi sínu og starfsaðstæðum. Eftirfarandi rannsóknarspurningu verður svarað: Hver er upplifun textílkennara á starfi sínu og starfsaðstæðum? Til að svara spurningunni var eigindleg aðferðafræði notuð og viðtöl tekin við fimm textílkennara, allt konur, með mikla reynslu í faginu. Kennarastéttin er ein af lykilstéttum hvers samfélags en því miður hefur borið á því að hún njóti ekki þeirrar virðingar sem hún á skilið. Upplifun kennara af starfi og starfsaðstæðum sínum er þess vegna málefni sem brýnt er að skoða.
  Helstu niðurstöður sýna að upplifun textílkennara af starfi sínu og starfsaðstæðum er nokkuð góð en það eru nokkur atriði sem bæta þyrfti úr. Þær eru ánægðar í starfi en sú ánægja kemur helst af áhuga þeirra á faginu og að kenna það. Aftur á móti eru þær allar sammála um að launakjör stéttarinnar séu mikilvæg og að þær upplifi vanvirðingu í sinn garð varðandi þau. Aðferðir við einkunnagjöf í lok 10. bekkjar séu niðurlægjandi, ekki bara fyrir þær heldur einnig nemendur þeirra, og þær hafa barist fyrir breytingum í þeim málaflokki. Það sé einnig erfitt að fylgja eftir hæfniviðmiðum í aðalnámskrá þar sem mörg þeirra eru ansi hástemmd. Sumum þeirra finnst þær svolítið einangraðar og upplifa oft mikla einveru þar sem oftar en ekki er einungis einn textílkennari að kenna við hvern skóla. Þær telja sig vanta stuðning og segja að það sé oft mikið álag í starfi og að það hvílir mikil ábyrgð á þeim. Verkefni eins og innkaup, umsjón með stofu og fagumsjón eru öll á þeirra könnu og þær upplifa það ekki metið til launa. Aðstaða sem þær hafa til kennslu er samt sem áður yfirleitt mjög góð, þvert á það sem hefur oft verið í umræðunni. Textílstofur eru á góðum stað í skólum þar sem þær kenna og fá yfirleitt viðunandi pláss til kennslu. Þær eru allar sammála um mikilvægi fagsins í kennslu og finna á nemendum sínum að þeim þykir alla jafna gaman í tímum og myndu ekki vilja missa af kennslu. Nemendur hafi áhuga á greininni og þær finni það í tímum.
  Rannsókn þessi opnar heim textílkennarans og gefur innsýn í hugarheim og upplifanir hans. Í framhaldi mætti rannsaka betur og ítarlegra upplifanir textílkennara út frá þeim atriðum sem hafa neikvæð áhrif á upplifanir þeirra í kennslu, eins og til dæmis launakjör eða einkunnagjöf í lok 10. bekkjar.

 • Útdráttur er á ensku

  In this project we will look into the textile teacher‘s world in couple of elementary schools and
  the objective was to shine a light on these teachers experiences of their work and work
  environments by answering the following research question: What is the textile teacher‘s
  experience of his job and working conditions? To answer the research question qualitative
  research methods were used and interviews were taken with five experienced textile
  teachers. The teaching profession is one of the most important professions in every society
  but sadly it hasn‘t gotten all the respect it deserves so this issue demands some attention.
  Main results showed that even considering the narrative on teachers is not always as one
  would hope the experiences of these textile teachers is mainly good but still there are couple
  of issues that could use some fixes. They are happy in their work but that mainly comes from
  their interest in the field and teaching it. Still they all agree that wages are an important factor
  and they experience a lack of respect in that matter. Methods in grading 10th graders are
  humiliating both for them and their students and they‘ve fought for change. They also feel
  that it‘s hard to follow through on learning outcomes that the National Curriculum Guide puts
  out. Some of them experience loneliness and perhaps little isolation because usually there‘s
  only one textile teacher in every school. There‘s a lot of stress and responsibility in their work
  and there‘s a lack of support. They supervise shopping for material and their classroom and
  they feel that‘s not valued for wages. However they feel that their work environment is pretty
  good and that‘s a contradiction to what‘s been in the discussion. Their classrooms are located
  in a prime spot in their schools and they usually get good space for their teaching. They all
  agree on the importance of textile in their students studies and they feel that their students
  like the field.
  This study opens the world of the textile teacher and provides an insight to their
  experiences. Continued research could be a more detailed inspection on the textile teachers
  experience considering the things that are having negative affects on their experiences in
  teaching. For example wages and matters of grading.

Samþykkt: 
 • 28.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39524


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gudfinna-Petursdottir-M.Ed..pdf1.44 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Gudfinna-Yfirlysing.pdf164.67 kBLokaðurYfirlýsingPDF