is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39525

Titill: 
  • Styrktarþjálfun og líkamlegt atgervi 12-14 ára drengja sem stunda handknattleik : mælingar á hlaupahraða, stökkkrafti, kasthraða og könnun á viðhorfi til styrktarþjálfunar
  • Titill er á ensku Strength training and physical ability of 12-14 year old Icelandic boys who play handball
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Upphaflegt markmið rannsóknarinnar breyttist vegna Covid-19 faraldursins og þeirra takmarkana sem settar voru á í þjóðfélaginu. Hugmyndin var fyrst að skoða út frá ólíkum stöðluðum prófum hvort líkamlegt atgervi ungmenna myndi breytast eftir átta vikna styrktarþjálfun. Markmið rannsóknarinnar var því að svara i) hvert líkamlegt atgervi 12-14 ára íslenskra drengja sem stunda handknattleik væri í eftirfarandi þáttum a) hlaupahraða b) kasthraða c) og stökkkrafti. ii). Hvert viðhorf þeirra væri til styrktarþjálfunar eftir fjögurra vikna markvissa styrktarþjálfun. Eftir því sem höfundur kemst næst eru ekki til birtar rannsóknir á íslenskum 12-14 ára drengjum og stúlkum sem stunda handknattleik, sem sýna fram á líkamlegt atgervi þeirra og hvert viðhorf þeirra er til styrktarþjálfunar.
    Þátttakendur (n=18) voru 12-14 ára íslenskir drengir sem stunduðu handknattleik og að meðaltali höfðu þeir æft handknattleik í 4,33±1,9 ár. Til þess að mæla líkamlegt atgervi þeirra var notast við lóðrétt stökkpróf, langstökk án atrennu, hraða- og stefnubreytingarpróf og mælingu á kasthraða. Til þess að kanna viðhorf til styrktarþjálfunar voru 13 spurningar lagðar fyrir þátttakendur eftir fjögurra vikna æfingatímabil með sérhæfðri styrktarþjálfun.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að þátttakendur hoppuðu að meðaltali 28,53±4,82 cm í lóðréttu stökkprófi, 1,94±0,28 m í langstökki án atrennu, köstuðu á 75,05±11,51 km/klst. í kasthraðaprófi og hlupu á 4,80±0,73 sekúndum í hraðaprófi með stefnubreytingum. Einnig sýndu niðurstöður viðhorfskönnunar fram á að meirihluti þátttakenda taldi að styrktarþjálfunin væri skemmtileg og að hún væri mikilvægur hluti af handknattleiksþjálfun. Eins sýndu niðurstöður mjög jákvætt viðhorf þátttakenda til styrktarþjálfunar samhliða hefðbundnum handknattleiksæfingum. Tveir þriðju hluti þátttakenda taldi einnig að styrktarþjálfunin hefði hvatt þá til þess að halda áfram að hreyfa sig meðan á samkomubanni vegna Covid-19 stóð. Í ljósi niðurstaðna telur höfundur drengi á þessum aldri vera meðtækilega fyrir markvissri styrktarþjálfun. Þá telur höfundur að hefja megi markvissa styrktarþjálfun hjá þessum aldurshópi í þeim tilgangi að bæta frammistöðu þeirra í handknattleik.

  • Útdráttur er á ensku

    The original intention of this study was to examine the impact of eight weeks of strength training on physical abilities of Icelandic boys measured by selected standardized tests. The covid-19 pandemic and associated restrictions, unfortunately, made it impossible to conduct that research. This study will therefore discuss i) Physical ability of 12–14-year-old Icelandic boys in the following a) running speed b) throwing velocity c) explosive force. ii) Participants attitude toward strength training after four weeks of targeted strength training. The author did not find any published studies on the physical abilities of 12–14-year-old Icelandic boys or girls who play handball, and their attitude towards strength training.
    Participants (n=18) were 12–14-year-old Icelandic boys who trained handball and on average they had trained for 4,33±1,94 years. To measure physical ability, vertical jump test, broad jump, speed and change of direction test and throwing velocity test were used. After four weeks of specialized strength training, participants were asked 13 questions to examine their attitude towards strength training.
    The result of this study shows the participants physical abilities in running speed, throwing velocity and explosive force. Participants jumped 28,53±4,82 cm in vertical jump test, jumped 1,94±0,28 m in broad jump, threw 75,05±11,51 km/h in throwing velocity test and ran 4,80±0,73 seconds in speed and change of direction test. The results of attitude questionnaire indicated that most participants enjoyed strength training and believed that physical training is an important part of handball training. The participants had positive attitude toward strength training as an addition to the traditional handball training. Two thirds of the participants claimed that strength training encouraged them to continue exercising during the assembly restrictions. The author believes that the results clearly indicate that the boys in the aforementioned age group are receptive to targeted strength training and that targeted strength training for this age group should be implemented to increase performance of the handball training.

Samþykkt: 
  • 28.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39525


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
GunnarÁsgeirHalldórsson_Lokaskil.pdf906.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf115.31 kBLokaðurYfirlýsingPDF