is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39528

Titill: 
 • Breytingar á rými barna til leiks í leikskóla : hefur leikurinn þurft að víkja fyrir skipulögðu starfi?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Rannsókn þessi fjallar um viðhorf leikskólakennara til þess hvort og hvernig leikskólastarf hefur breyst í gegnum tíðina með tilliti til þess rýmis sem börn fá til leiks. Í Aðalnámskrá leikskóla er fjallað um leik sem þungamiðju alls leikskólastarfs og megin námsleiðar barnanna. Miklar breytingar átt sér stað síðastliðin ár svo sem aukin fjölmenning og fjölgun barna í leikskólum og hafa kröfur til leikskólakennara aukist hvað varðar undibúning fyrir grunnskólagönguna. Enn er þó gerð krafa að börn fái tækifæri til þess að læra og þroskast í gegnum leik og getur þetta skapað togstreitu þegar kemur að því að setja upp skipulag í leikskólastarfinu. Leitast verður eftir að svara rannsóknarspurningunni: „Hvernig hefur rými barna til leiks breyst í gegnum tíðina að mati leikskólakennara með háan starfsaldur? Hefur leikurinn þurft að víkja fyrir skipulögðu starfi?“ Viðtöl voru tekin við níu leikskólakennara með háan starfsaldur, þar sem miðað var við að minnsta kosti 20 ára starfsreynslu, og leitað eftir viðhorfum þeirra til þess rýmis sem börnum í íslenskum leikskólum dagsins í dag er séð fyrir og það rætt í ljósi minninga þeirra um rýmið sem leikur barna fékk þegar þeir hófu störf. Niðurstöður rannsóknar leiddu í ljós að leikurinn virðist hafa vikið fyrir skipulögðu starfi að einhverju leyti. Þátttakendur telja mikla pressu vera á þeim að kenna börnum ákveðna hæfni fyrir 6 ára aldur. Hins vegar sögðu tveir þátttakendur leikinn vera að fá meira rými í dag í samanburði við upphaf starfsferils. Einnig kom í ljós að þátttaka leikskólakennara í leik barna er mikilvæg í hugum þátttakenda en segja að erfitt geti reynst að virkja alla starfsmenn í leik með börnum. Niðurstöðurnar eru í samræmi við fyrri rannsóknir, sem benda til þess að stíft dagskipulag og tímaskortur hamli sjálfsprottnum leik barna. Í ljósi þess að sjálfsprottinn leikur barna hefur vikið fyrir skipulögðu starfi í einhverjum leikskólum höfuðborgarsvæðisins er tímabært að berjast fyrir stöðu sjálfsprottna leiksins og mikilvægi hans sem helstu námsleið barnsins.

 • Útdráttur er á ensku

  This study is focused on preschool teachers’ perspectives towards whether and how the
  space and time that children are given for play have changed. The Icelandic general
  curriculum for preschools discusses play as the focal point of all preschool activities and
  the main part of the children´s curriculum. Preschools have undergone changes in recent
  years, such as increasing multiculturalism and the number of children in preschools, and
  demands towards preschool teachers have increased in terms of preparation for primary
  school. However, children are still required to learn and develop through play, and this
  can create tensions when organizing a schedule for the preschool´s work. An attempt will
  be made to answer the research question „How has the space and time for children’s play
  changed through the years in the opinion of preschool teachers with high seniority? Has
  play given way to organized activities?” Semi-structured interviews were conducted with
  nine preschool teachers with a high seniority, having 20 years of experience or more, and
  their views on the space and time children are provided in modern Icelandic preschools
  elicited. These were discussed in light of their memories of the role that play had at the
  start of their career. The findings show that play seems to have given way to organized
  activities to some extent. The preschool teachers feel like there is a lot of pressure on them
  to teach children certain skills before the age of six. However, two participants said that
  play gets more space and time now compared to the years before. Furthermore,
  participation of preschool teachers in children´s play is important according to the
  participants, but they said it can be difficult to activate all employees in play with children.
  The results are in line with previous research, which indicates that there is often little time
  in preschools for spontaneous play as the schedule has become too rigid. Given that
  children´s spontaneous play has given way to organized activities in some preschools in
  the capital area, it is time to fight for the status of spontaneous play and its importance as
  the child´s main educational path.

Samþykkt: 
 • 28.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39528


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hanna Rún Ingólfsdóttir_Meistaraverkefni_Lokaskil.pdf686.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
HannaRun_yfirlysing.pdf138.72 kBLokaðurYfirlýsingPDF