is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39529

Titill: 
  • Auglýsingar á samfélagsmiðlum : viðhorf íslenskra neytenda til auglýsinga á samfélagsmiðlum og áhrif á kauphegðun þeirra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilkoma samfélagsmiðla hefur gjörbreytt samskiptum fólks hvert við annað í daglegu lífi. Flestir Íslendingar eru virkir notendur á samfélagsmiðlum og hefur sú staða veitt fyrirtækjum möguleika á að ná betur til sinna viðskiptavina en áður í gegn um Internetið. Meirihluti íslenskra fyrirtækja eru jafnframt virk á samfélagsmiðlum og auglýsa vörur sínar og þjónustu í því skyni að viðskipti eigi sér stað í kjölfarið. Notendur samfélagsmiðlanna sjá því oftar en ekki mikið af auglýsingum er þeir vafra um á sínum persónulegu aðgöngum frá bæði íslenskum og erlendum fyrirtækjum. Rannsókn þessi hefur það að markmiði að greina viðhorf íslenskra neytenda til auglýsinga á samfélagsmiðlum og komast að því hvað það er sem hefur áhrif á kauphegðun fólks í kjölfar þeirra. Einnig að greina niðurstöður eftir aldri, kyni og notkun þátttakenda á samfélagsmiðlum. Rannsóknin var framkvæmd í formi spurningakönnunar sem dreift var á samfélagsmiðlinum Facebook og tóku alls 251 einstaklingar þátt í henni. Niðurstöður leiddu í ljós að viðhorfið til auglýsinga á samfélagsmiðlum var almennt nokkuð jákvætt meðal þátttakenda. Hlutleysi var þó á meðal 23% þeirra en 53% þeirra svöruðu jákvætt og aðeins 24% svöruðu neikvætt. Niðurstöður benda einnig til þess að því eldri sem þátttakendur eru því neikvæðara er viðhorf þeirra til auglýsinga á samfélagsmiðlum. Konur voru þó almennt séð jákvæðari heldur en karlmenn samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar. Konur telja almennt að auglýsingar á samfélagsmiðlum hafi meiri áhrif á kauphegðun þeirra heldur en karlar og þeir sem hafa unnið við eða vinna við auglýsingagerð eru almennt jákvæðari gagnvart auglýsingum á samfélagsmiðlum heldur en aðrir.

Samþykkt: 
  • 28.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39529


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
VigdisSveins_BS_Lokaverk.pdf1.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_VigdisSveinsdottir.pdf54.87 kBLokaðurYfirlýsingPDF