is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39534

Titill: 
  • Leiðbeinandi matskerfi á yngsta stigi grunnskóla byggt á hæfni- og matsviðmiðum
  • Titill er á ensku Assessment system based on intended learning outcomes and assessment standards for the youngest level of compulsory school
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Núgildandi aðalnámskrá tók gildi árið 2011 með tilheyrandi breytingum á námsmati sem áttu eftir að valda kaflaskilum í skólastarfi. Helstu áherslubreytingar fólust í því að kynna til sögunnar hæfniviðmið í stað markmiða í fyrri námskrám. Þau eiga að endurspegla inntak og aðferðir, hvað skal læra og hvernig og tengjast svo matsviðmiðum sem gefa til kynna að hvaða marki þau hafi náðst. Fyrst komu aðeins út matsviðmið fyrir lok 10. bekkjar en það varð ekki fyrr en haustið 2019 sem leiðbeinandi matsviðmið fyrir yngsta stig tóku að birtast. Meginmarkmið þessa verkefnis var að rannsaka námsmat á yngsta stigi grunnskóla í þessu ljósi, þ.e. hvernig unnið væri með hæfniviðmið og matsviðmið, jafnt undir merkjum leiðsagnarmats og lokamats. Einnig var reynt að fá innsýn í skoðanir viðmælenda á núgildandi matskerfi og innleiðingu þess. Rætt var við stjórnendur og kennara í sjö grunnskólum á Íslandi þar sem notast var við snjóboltaúrtak við val á viðmælendum. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að sátt ríki um hugmyndafræðina sem lá að baki. En þær gefa jafnframt til kynna að skólar hafi ráðist í mikla undirbúningsvinnu við að mæta þessum hugmyndum, hver í sínu horni, en við það hefur myndast ósamræmi milli skóla. Skilningur viðmælenda á leiðbeinandi matsviðmiðum var misjafn og enginn þeirra virtist hafa nýtt sér þau á yngsta stigi með þeim hætti sem aðalnámskrá grunnskóla kveður á um.

  • Útdráttur er á ensku

    The current Icelandic National Curriculum Guide for Compulsory Schools emerged in 2011 with inherent changes which would thoroughly transform the school community regarding
    assessment practices. The main changes of emphasis involved the introduction of learning
    outcomes instead of goals in previous curricula. According to the National Curriculum Guide
    learning outcomes reflect what to learn and teach whereas assessment criteria show the¢¢
    extent to which they have been reached. In the beginning, assessment criteria were only
    introduced for the end of the 10th grade and it was not until the autumn of 2019 that
    suggested assessment criteria for the younger grades started to emerge. The main objective
    of this paper was to investigate assessment of learning at the youngest level in compulsory
    schools. Special emphasis was placed on investigating the use of learning outcomes and
    assessment criteria, the assessment process during teaching, how results were used and
    how they were presented. An effort was also made to gain insight into the interviewees’
    opinions on the current assessment system and its introduction. School administrators and
    teachers in seven compulsory schools in Iceland were interviewed, using a snowball sample
    to choose the interviewees. The results of the study indicate that as for now there appears
    to be satisfaction with the ideology behind the current Curriculum Guide for Compulsory
    Schools. Schools seem to have set in motion a lot of preparatory work, and according to the
    results each in their own corner, which has caused discrepancy between schools.
    Assessment criteria were used differently by the interviewees involved and none of them seemed to have taken advantage of the suggested assessment criteria for the youngest level pursuant to the Curriculum Guide for Compulsory Schools.

Samþykkt: 
  • 28.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39534


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hrefna Rún Guðbjörnsdóttir - loka.pdf537.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf286.09 kBLokaðurYfirlýsingPDF