is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39535

Titill: 
 • Skol ehf. : viðskiptagreining
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Því hefur verið haldið fram að Íslendingar séu einhverjir mestu umhverfissóðar í vestrænum
  heimi, en það sjáist svo lítið vegna þess hve fáir þeir eru, það er að Íslendingar séu
  umhverfissóðar í höfðatölu samanburði. Hins vegar er margt sem bendir til aukinnar
  umhverfisvitundar Íslendinga (Mbl.is, 2020).
  Rannsóknarefni þessarar ritgerðar snýr að því hvort að einhver tækifæri séu fólgin í þessari
  vitundarvakningu, en megintilgangur þessa verkefnis er að greina hvort það gæti borgað sig
  fjárhagslega að flytja inn og selja heimilistæki, nánar tiltekið, salernistæki, sem stuðlað gætu
  að umhverfisvænni hegðun Íslendinga þegar þeir ganga örna sinna.
  Á meðan margar rannsóknir snúa að umhverfisvitund og -ábyrgð og hvað sé hægt að
  gera til að sporna við því sem hefur verið talin áhrifa ýmisskonar neyslu á umhverfið, þá eru
  færri rannsóknir sem snúa að því með beinum hætti hvort í því séu fólgin viðskiptatækifæri –
  sem gætu bæði unnið að umhverfisverndarmarkmiðum, en á sama tíma skapað virði sem
  fjárfesting. Þetta er eitt meginviðfangsefni þessarar ritgerðar, en afmarkað á þann hátt að
  rannsakað er hvernig hægt er að draga úr salernispappírsnotkun samtímis því að nýta
  viðskiptatækifæri.
  Hér verður skoðað hversu fýsilegt fyrir fjárfesti að stofna fyrirtæki, nefnt Skol ehf., og
  flytja inn ákveðið magn af þremur tegundum af skolsetum, með það í huga að selja til almennra
  neytenda á Íslandi. Þetta myndi draga úr notkun salernispappír sem talinn er vondur fyrir
  umhverfið að því leiti aðframleiðslan er orkufrek og notast er við skaðleg efni eins og klór
  (Industrial Shredders, 2020). Nánar verður sagt frá því í kafla þrjú. Þannig hefði þetta
  rannsóknarefni bæði möguleg fjárhagsleg áhrif fyrir fjárfesti, en samtímis áhrif á umhverfið.
  Verkefnið skiptist þannig upp að fyrst er farið nokkrum orðum um framleiðslu og
  innflutning á klósettpappír og sett í samhengi við umhverfisáhrif. Síðan kemur almenn kynning
  á fyrirbærinu og að henni lokinni sérstakur kafli um hreinlæti. Þar á eftir er fjallað um þær
  vörur sem hér verða til skoðunar. Við tekur umfjöllun um samkeppni og markaðsáætlun, síðan
  framkvæmdaáætlun og svo fjárhagsáætlun. Í lokin er svo farið yfir SVÓT-greiningu og endað á
  niðurstöðum. Ýmiss konar aukaefni er svo að finna í viðauka.

Samþykkt: 
 • 28.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39535


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
104.X.BSRG_Skolehf_LOK_V2_ÖK.pdf6.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna