is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39536

Titill: 
 • Skíða- og snjóbrettasérhæfing við Menntaskólann á Tröllaskaga : námskrá nýrrar sérhæfingar á kjörnámsbraut í framhaldsskólum
 • Titill er á ensku Skiing- and snowboarding specialization at the Menntaskólinn á Tröllaskagi : curriculum for a new specialization in the core study program in upper secondary schools
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Íþróttaiðkun hefur margþætt jákvæð áhrif, ekki aðeins á einstaklinginn heldur einnig samfélagið allt. Mikið brottfall verður úr skipulögðu íþróttastarfi á unglingsárum en eitt af því sem ýtir undir þetta mikla brottfall eru auknar skuldbindingar í íþróttastarfinu samhliða auknum kröfum í námi. Því er mikilvægt að í skólakerfinu sé boðið upp á sérstakt fyrirkomulag sem sniðið er að þörfum íþróttafólks og kemur í veg fyrir að það neyðist til að velja á milli námsins og íþróttarinnar. Helsta markmið þessa verkefnis er að skapa spennandi og eftirsóknarverðan vettvang sem veitir skíða- og snjóbrettaiðkendum tækifæri til að stunda æfingar og keppni samhliða og í tengslum við nám í framhaldsskóla á sviði íþrótta- og heilsufræða. Nemendur hljóti þannig góða almenna menntun á sama tíma og þeir geta stundað sína íþrótt við bestu mögulegu aðstæður. Verkefnið er unnið í samstarfi við Menntaskólann á Tröllaskaga og Skíðasamband Íslands og felst í því að setja saman og koma á fót skíða- og snjóbrettasérhæfingu við fyrrnefndan skóla. Með tilkomu sérhæfingarinnar er vonast eftir að hægt verði að draga að einhverju leyti úr því brottfalli sem verður úr íþróttagreinunum í kringum framhaldsskólaaldurinn. Auk þess kemur námið til með að stuðla að því að þjálfaranámskeið í alpagreina-, skíðagöngu- og snjóbrettaþjálfun verði haldin reglulega hér á landi. Við gerð verkefnisins var rýnt í núgildandi aðalnámskrá framhaldsskóla sem og fjölmargt efni sem tengist samþættingu íþrótta og náms. Framboð á afreksíþróttasviðum í framhaldsskólum landsins var skoðað og það hvernig samþættingu afreksíþrótta og framhaldsskólanáms erlendis er háttað. Þá var einnig gerð greining á íþróttagreinunum þremur, alpagreinum, skíðagöngu og snjóbrettum. Út frá þeirri greiningu voru búnar til áfangalýsingar fyrir nýja áfanga og loks útbúið kynningarefni fyrir brautina. Áfangalýsingarnar eru nú aðgengilegar í námskrárgrunni Menntamálastofnunnar og kynningarefnið hefur verið birt m.a. á vefmiðlum Menntaskólans á Tröllaskaga og Skíðasambands Íslands en innritun á brautina fyrir haustið 2021 er nú þegar hafin.

 • Útdráttur er á ensku

  Sports have many positive effects, not only on the individual but also on society as a whole. There is a large drop-out rate from organized sports activities during adolescence, but one of the reasons for this large drop-out rate is increased commitment to sport activities in parallel with increased demands on education. It is therefore important that the school system offers a special arrangement that is tailored to the needs of athletes and prevents them from being forced to choose between their sport and education. The main goal of this project is to create an exciting and desirable platform that gives skiers and snowboarders the opportunity to practice and compete in parallel and in connection with upper secondary school studies in the field of sports- and health sciences. Students thus receive a good general education at the same time as they can practice their sport in the best possible conditions. The project is carried out in collaboration with Menntaskólinn á Tröllaskaga and The Icelandic Ski Association and involves putting together and establishing a ski- and snowboarding specialization at the aforementioned school. With the introduction of the specialization, the hope is that it will be possible to reduce to some extent the drop-out rate from the sports around the upper secondary school age, in addition to which the study will contribute to regular skiing and snowboarding coaching courses being held in this country. During the preparation for this project, the current National Curriculum Guide for upper secondary schools was reviewed, as well as numerous topics related to the integration of sports and education. The supply of
  achievement sports fields in the country´s upper secondary schools was examined, as well as the integration of achievement sports and upper secondary education abroad. The three- sports, alpine skiing, cross-country skiing and snowboarding, were also analyzed. Based on that analysis, course descriptions were created for a new course and finally promotional material was prepared for the course. The course descriptions are now accessible in the Directorate of Education´s curriculum database and the introductory material has been published e.g. on the online media of Menntaskólinn á Tröllaskaga and The Icelandic Ski Association but registration for the course for the fall of 2021 has already begun.

Samþykkt: 
 • 28.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39536


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Inga Rakel Ísakdóttir - greinargerð.pdf2.43 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Inga Rakel Ísaksdóttir - námskrá.pdf1.1 MBOpinnNámskráPDFSkoða/Opna
Inga Rakel Ísaksdóttir - kynningarbæklingur.pdf3.6 MBOpinnBæklingurPDFSkoða/Opna
Inga Rakel Ísaksdóttir - myndband.mp4227.75 MBOpinnmyndbandMPEG VideoSkoða/Opna
skemman_yfirlysing_inga_rakel.pdf1.19 MBLokaðurYfirlýsingPDF