Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39537
Í mars 2020 breyttist skólastarf í grunnskólum landsins mikið sökum COVID-19 faraldursins. Ýmsar takmarkanir giltu um skólastarfið og skólastjórar þurftu að endurskipuleggja það og huga að fyllsta hreinlæti. Skólastjórum var ætlað að framfylgja reglugerðum og hafa heilsu og velferð nemenda og starfsfólks að leiðarljósi.
Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á þær breytingar sem urðu á störfum skólastjóra á meðan COVID-19 faraldurinn gekk yfir og skoða hvernig störf þeirra þróuðust frá fyrstu bylgju faraldursins til þeirrar þriðju. Rannsóknir hafa sýnt að skólastjórar hafi fundið fyrir auknu álagi og streitu í fyrstu bylgju faraldursins. Þeir hafa einnig fengið athygli og virðingu fyrir það hvernig þeir unnu úr áskorunum sem þeir stóðu frammi fyrir í faraldrinum.
Í þessari rannsókn var unnið með gögn úr spurningakönnun til skólastjórnenda í rannsókn sem framkvæmd var á vordögum 2020. Jafnframt voru tekin hálfopin viðtöl á vordögum 2021 við þrjá skólastjóra, einn á landsbyggðinni og tvo á höfuðborgarsvæðinu.
Niðurstöður sýna að skólastjórar voru sammála um að óvissan hafi verið ein mesta áskorunin; það að vita ekki hvernig framhaldið yrði, hvernig veiran dreifði sér og ótti starfsfólks við að smitast. Tengslin við heimilin virðast hafa styrkst frekar en veikst á þessu tímabili og skólastjórnendur fundu jafnframt fyrir auknum stuðningi frá samfélaginu. Skólastjórarnir þrír sem rætt var við töluðu allir um að álagið hefði aukist í fyrstu bylgju faraldursins en í þriðju bylgjunni fundu þeir ekki eins mikið fyrir því, enda bjuggu þeir að reynslu frá fyrstu bylgjunni og voru þar af leiðandi „sjóaðri“ að eigin sögn. Á heildina litið má segja að COVID-19 faraldurinn hafi haft mikil áhrif á störf skólastjóra og reynt hafi á þeirra faglega forystuhlutverk innan skóla. Ennfremur hafi athygli foreldra og samfélagsins alls beinst að þeim og mikilvægi skólastjórnunar í meira mæli en áður. Skólastjórar upplifðu meiri viðurkenningu frá foreldrasamfélaginu en áður og faglega leiðtogahlutverkið þróaðist hratt þar sem skólastjórar þurftu að leiða kennslufræðilegar breytingar á skömmum tíma.
Niðurstöður rannsóknarinnar verða birtar í rannsóknargrein sem höfundur skrifar með leiðbeinendum sínum.
In March 2020 schooling in Iceland’s compulsory schools changed considerably due to the Covid-19 pandemic. Various restrictions were applied within schools, which created significant work for principals to reorganize school protocols and ensure the highest levels of hygiene. Principals were required to enforce regulations with a focus on the health and wellbeing of students and staff.
The purpose of the study is to shed light on how the principals’ role changed during the Covid-19 pandemic and to examine how management practices developed from the first wave of the pandemic to the third. Research has shown that principals experienced increased levels of pressure and stress during the first wave of the pandemic. On the other hand, they also experienced increased attention and respect due to the success they had in the way they handled the challenges faced during the pandemic.
This study used data gathered from questionnaires answered by school administrators for a study conducted in the spring of 2020. Semi-structured interviews were also used to interview three principals: one in a rural setting; and two in an urban setting. This was done in the spring of 2021.
The results show that the challenges the principals faced were of a various nature. However, they agreed that uncertainty was one of the biggest challenges; this included not knowing what the future held or how the virus spread, and the concerns staff had of becoming infected. The relationship between schools and homes seems to have been strengthened rather than weakened during this period and school administrators also felt increased support from the community. All three principals discussed the increased stress they felt during the first wave of the pandemic and how they did not feel it as much during the third wave. This may be indicative of how they learned from the events of the first wave as they considered themselves more knowledgeable by the time the third wave hit.
Overall, it can be said that the COVID-19 epidemic has had a major impact on the work of principals and has tested their professional leadership roles within schools. Furthermore, the attention of parents and the community as a whole has focused on them and the importance of school management to a greater extent than before. Principals experienced greater recognition from the parent community than before, and their professional leadership role developed rapidly as principals had to lead pedagogical changes in a short period of time.
The results of the study will be published in a research article written by the author and supervisors.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Greinargerð_IngibjörgEyrún_Lokaútgáfa.pdf | 497.8 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
Rannsóknargrein_IngibjörgEyrún_Lokaútgáfa.pdf | 412.02 kB | Opinn | Viðauki | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing um verkefni.JPG | 639.65 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |
Athugsemd: Rannsóknargreinin verður birt í Netlu síðar á þessu ári