is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39538

Titill: 
 • Áhrif hreyfingar í kennslustund á vitræna færni og vellíðan 6-12 ára grunnskólanema : fræðileg samantekt
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Vísbendingar eru um að hreyfing hafi margvíslegan ávinning fyrir skólagöngu barna, svo sem betri einbeitingu, aukna vitræna færni og betri námsárangur og kemur sá ávinningur fram bæði hjá stúlkum og drengjum. Þar eru þó ókönnuð áhrif fjölmargra þátta hreyfingar svo sem ákefð, tíma, tíðni og tegundar.
  Markmið: Leitast verður við að svara spurningunni um hvort að hreyfing í kennslustund hafi áhrif á vitræna færni og vellíðan 6-12 ára grunnskólanema. Í því samhengi verður bæði fjallað um virkar kennslustundir og virk kennsluhlé. Markmiðið er að draga saman þekkingu um áhrif hreyfingar á vitræna færni og vellíðan með tilliti til meginþátta hreyfingar, svo sem ákefðar, tíma, tíðni og tegundar.
  Aðferðir: Gagnagrunnarnir Google Schoolar og PubMed voru notaðir til að finna vísindagreinar sem fjölluðu um hreyfingu, athygli, minni og vellíðan. Leitin var takmörkuð við rannsóknir á ensku og íslensku og börn á aldrinum 6-12 ára.
  Niðurstöður: 10-20 mínútna flókin hreyfing af miðlungs ákefð virðist skila bestum árangri fyrir vitræna færni. Eftir 10-20 mínútna hreyfingu af hárri ákefð þarf heilinn tíma (≥20 mínútur) til að ná jafnvægi. Styttri tími (~6 mínútur) hreyfingar af hárri ákefð krefst þess ekki að ákveðinn tími líði þar til áhrifin á vitræna færni sjáist. 15-20 mínútna hreyfing af sjálfvalinni ákefð virðist gefa bestan árangur fyrir vellíðan. Bæði virkar kennslustundir og virk kennsluhlé hafa jákvæð áhrif á vitræna færni og vellíðan.
  Ályktun: Ákjósanleg leið til að bæta athygli og minni nemenda er annað hvort að innleiða 6 mínútna hreyfingu af hárri ákefð eða hreyfingu af miðlungs ákefð yfir aðeins lengri tíma eða 10-20 mínútur. Æskilegt er að hreyfingin krefjist samhæfingar. Fyrir aukna vellíðan er æskilegt að innleiða 15-20 mínútna daglega hreyfingu af sjálfvalinni ákefð.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: There are indications of various benefits of physical activity related to schooling, such as better concentration, increased cognitive functions and better academic achievement, and this benefit is seen in both girls and boys. However, there are unexplored effects of numerous aspects of movement such as intensity, time, frequency, and type.
  Aim: Efforts will be made to answer the question of whether classroom-based physical activity affects cognitive functions and well-being of 6–12-year-old primary school students. In this context, both active lessons and activity breaks will be discussed. Furthermore, the aim is to summarize the knowledge about the effect of physical activity on cognitive functions and well-being regarding main elements of physical activity, such as intensity, time, frequency, and type.
  Methods: Google Schoolar and PubMed databases were used to find scientific articles on physical activity, attention, memory, and well-being. The search was limited to research in English and Icelandic and children aged 6-12 years.
  Results: A 10–20-minute complex exercises of moderate-intensity seems to yield the best results for cognitive functions. After 10-20 minutes of vigorous-intensity physical activity, the brain needs time (≥20 minutes) to restore homeostasis. Shorter time (~6 minutes) of vigorous-intensity physical activity does not require a certain amount of time to elicit an effect on cognitive functions. 15-20 minutes of self-paced physical activity seems to give the best results for well-being. Both active lesson and activity break has a positive effect on cognitive functions and well-being.
  Conclusion: An ideal way to improve students‘ attention and memory is either to implement a 6-minute vigorous-intensity physical activity or moderate-intensity physical activity over a slightly longer period, 10-20 minutes. Preferably, the exercises should require coordination. For increased well-being, it is desirable to implement a daily 15-20 minute self-paced physical activity.

Samþykkt: 
 • 28.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39538


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPH-Lokaverkefni.pdf692.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf211.78 kBLokaðurYfirlýsingPDF