Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39539
Ágrip
Ritgerðin fjallar um Alþýðublaðið eldra á árunum 1906-1907. Aldrei áður á Íslandi hafði verið gefið út blað sem var ætlað verkamönnum og málstað þeirra. Fræðimenn hafa í gegnum tíðina fjallað um tilurð og mikilvægi Alþýðublaðsins í íslenskri verkalýðs- og stjórnmálasögu en vegna stutts líftíma blaðsins hefur umfjöllun um það oft á tíðum verið meira í formi yfirlits. Tilgangur þessarar rannsóknar er fyrst og fremst að kafa dýpra og kanna ástæðu þess að Alþýðublaðið bar sig ekki og hætti að koma út eftir einungis 16 mánuði.
Skipulagning og efnisskipan ritgerðarinnar er á þá leið að í inngangi er fjallað örstutt um tilurð blaðsins og rannsóknarspurningar kynntar fyrir lesendum. Að inngangi loknum er skyggnst á bakvið tjöldin í samfélaginu fyrsta áratug 20. aldar, þegar skapaðist ákveðinn grundvöllur fyrir baráttumálum verkamanna hér á landi. Ritstjóri Alþýðublaðsins Pétur Georg Guðmundsson er einnig kynntur til sögunnar og rýnt verður í stjórnmálaumræðuna á Íslandi. Jafnframt verður sósíalískum skrifum manna á 19. öldinni gerð lausleg skil. Í framhaldi af því er farið í saumana á hugmyndafræði blaðsins og áherslur þess í tengslum við jafnaðarstefnuna. Nokkrum spurningum er stillt upp og má þar helst nefna: Hver var stjórnmálastefna blaðsins og hvernig var hún útfærð? Hvaðan fékk blaðið innblástur í skrifum sínum? Skoðaðar verða greinar sem birtust í blaðinu á stofnári þess árið 1906 og lagt mat á það hvernig blaðið náði að bera fram hugmyndir sínar um jafnaðarstefnuna til lesenda sinna. Helstu heimildir eru forystugreinar ritstjórans Péturs G. Guðmundssonar.
Meginmál ritgerðarinnar snýst einkum um hvað það hafi verið í þjóðfélaginu eða tíðarandanum sem gerði það að verkum að blaðið náði ekki víðtækri skírskotun. Lögð er áhersla á innri og ytri þætti, þætti eins og hvað betur hefði mátt fara hjá blaðinu og hvernig blaðinu tókst að bregðast við þeim veruleika sem við því blasti. Í því sambandi er einmitt lögð áhersla á að rannsaka hverjir voru skjólstæðingar blaðsins og hvaða leiðum var beitt til að sannfæra verkamenn um að gerast boðberar jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Jafnframt er gert grein fyrir samskiptum blaðsins við Verkamannafélagið Dagsbrún enda var blaðið málgagn þess.
Abstract
The dissertation discusses the older version of „Alþýðublaðið“ in the years 1906-1907. Never before in Iceland had a paper been published for laborers and their cause. Scholars have historically discussed the origins and importance of Alþýðublaðið in Icelandic trade union and political history, but due to the paper's short lifespan, coverage of it has often been more in summarized form. The purpose of this study is to dig deeper and investigate further the reason why Alþýðublaðið did not perform well and ceased publication after only 16 months.
The organization and content of the dissertation is such that the introduction briefly discusses the origins of the paper and introduces research questions to readers. After the introduction, you get a behind-the-scenes look at Icelandic society in the first decade of the 20th century, when the struggles of the laborers in this country became more apparent. The editor of „Alþýðublaðið“, Pétur G. Guðmundsson, is also introduced and the political debate in Iceland at the time examined. At the same time, the socialist writings of people in the 19th century will be loosely discussed.
This is followed by an examination of the newspaper's ideology and its emphasis in connection with socialism. A number of questions are posed, most notably: What was the paper's political policy and how was it implemented? Where did the paper get its inspiration from for its writings? The focus will be on articles published in the paper in its founding year in 1906, and an assessment will be made of how the paper managed to apply its ideas on socialism to its readers. The main sources are the editorials of the editor Pétur G. Guðmundsson.
The main goal of the essay is broadly to discuss what it was in society or the social and political climate of the times that resulted in the paper not reaching a wide audience. Emphasis is placed on external and internal factors, i.e. internal factors such as what could be done better with the paper and external factors, such as how the paper managed to deal with the reality it faced. For external factors, the research resolves mainly around who the paper's clients were and what methods were used to convince manual workers to become messengers of socialism in Iceland. The paper's interaction with the laborer‘s union „Dagsbrún“ (ice. Verkamannafélagið Dagsbrún) is also described, as the paper was meant to be the voice of the union.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA Ritgerð Loka. X Endanleg.pdf | 1.26 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Sverrir yfirlýsing.pdf | 210.74 kB | Lokaður | Yfirlýsing |