is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39542

Titill: 
  • Umhverfið sem þriðji kennarinn : „Ævintýri enn gerast"
  • Titill er á ensku The environment as the third teacher : „A world of wonder“
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Leikskólar hér á landi sem starfa í anda hugmynda Reggio Emilia, virðast flestir hafa þrjú grunngildi. Þau gildi eru að horfa á börn sem hæfa og getumikla einstaklinga, að börn hafi hundrað mál og að umhverfið sé þriðji kennarinn í samspili með starfsmönnum leikskólans og börnunum. Leikskólarnir vinna gjarnan með þessi grunngildi á skapandi hátt. Þá kemur fram í aðalnámskrá leikskóla að hlutverk leikskóla er að stuðla að því að nám fari fram í gegnum leik og skapandi starf (mennta- og menningarmálaráðuneyti, 2011). Markmið verkefnisins er að varpa ljósi á það hvernig starfsfólki í einum leikskóla tekst að nýta smiðjurnar sem þriðja kennarann í skapandi starfi þar sem fjölbreyttar tjáningarleiðir barna fá að njóta sín. Þátttakendur í rannsókninni voru fjórir starfsmenn í einum leikskóla. Rannsóknin er eigindleg og byggðist gagnaöflunin á fjórum viðtölum við þátttakendur. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að til þess að umhverfið sem þriðji kennarinn styðji við hundrað mál barnsins og að í skapandi starfi þurfi umhverfið að vera eins konar ævintýraheimur fyrir börnin. Smiðjurnar þurfa að vera skipulagðar þannig að þær taki mið af áhuga barna, en einnig af aldri og þroska þeirra. Þá þarf efniviðurinn að vera fjölbreyttur, aðgengilegur og að leyfilegt sé að blanda honum saman. Hlutverk starfsfólks er einnig mikilvægt, en auk þess að sjá til þess að skipuleggja umhverfið þannig að efniviður sé til staðar og aðgengilegur börnunum, felst það í því að styðja við leik þeirra ásamt því að hafa áhuga, þekkingu og færni á því starfi sem fram fer í smiðjunum. Með þessu móti er börnunum gefið tækifæri til að velja sér svæði út frá sínum áhuga ásamt því að skapa og tjá sig. Þó smiðjurnar til samans bjóði upp á fjölmarga möguleika, ber að halda því til haga að tjáningarleiðir barna geta takmarkast út frá þeim efnivið sem er til staðar í hverju rými. Að mati viðmælenda virðast smiðjurnar veita börnunum aukin tækifæri til að tjá sig á fjölbreyttan hátt, nota sín „hundrað mál“ og skapandi nálgun fram yfir það sem gerist í hefðbundnu leikskólastarfi. Viðmælendur virðast hugsa um þarfir og áhuga barnanna fram yfir þeirra eigin. Sýn þeirra á börn er að þau séu getumiklir einstaklingar sem þurfi tíma og tækifæri fyrir frjálsan leik. Með því móti þrói þau þekkingu sína og færni út frá áhuga sínum.

  • Útdráttur er á ensku

    Preschools in Iceland that are inspired by the preschools in the city of Reggio Emilia have the following three core concepts: Children are strong and competent individuals, children express themselves by the use of hundred languages, and the environment is considered as being the third teacher, where children and preschool staff interact and learn together. These preschools work creatively with their core concepts. The National Curriculum Guide for preschools in Iceland states that the role of preschools is to support learning through play and creative activities (mennta- og menningarmálaráðuneyti, 2011). The main aim of this project is to shed a light on how preschool staff plan and use the environment as the third teacher in the theme areas to encourage children to express themselves in diverse and creative ways. The study is qualitative, and the data was collected from interviews with four participants, who work in the same preschool. The result of the study shows that the environment as the third teacher supports children’s hundred languages, their interests, and their development. It also shows that for children to work creativity they need an environment that is thought-provoking, inspiring, and intriguing, where materials are accessible, and they have the freedom to create freely. Participants discussed the need for preschool staff to have oversite of the environment and materials, but more importantly they need to show interest as well as being knowledgeable and skilled in supporting play and understand the learning that takes place in the different theme areas. Theme areas give children the opportunity to choose activities based on their interests and materials that support their creative expression. Even though theme areas offer many possibilities, the materials that are available could limit children’s means of expression. The study showed that theme areas provided children with opportunities to use their hundred languages and increase their creativity. It also found that staff not only put children’s needs and interests ahead of their own, but perceived them as strong and competent individuals, who need to play freely, as it is through their interests that they develop new knowledge.

Samþykkt: 
  • 28.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39542


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kara-lokaritgerð í sniðmátinu.pdf1.51 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
KARA2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf172.67 kBLokaðurYfirlýsingPDF