is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39545

Titill: 
  • „Hvernig líður þér kallinn minn?“ : hugmyndir kvenna um viðbrögð mæðra við drykkju ungmenna
  • Titill er á ensku „How are you my sweet boy?“ : women‘s ideas about how mothers cope with adolescent drinking behaviour
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á unglingsárum verða margs konar breytingar í lífi ungmenna, líkamlega, félagslega og sálfræðilega. Þau sækjast meðal annars eftir meira sjálfstæði, samskipti við jafningja eykst og þau reyna fyrir sér með ýmsa nýja hluti eins og að neyta áfengis. Rannsóknir sem skoðað hafa unglingsárin hafa gefið til kynna að á þessum tímapunkti eru jákvæð tengsl við vini og fjölskyldu mikilvæg þar sem þau geta verið meginþáttur forvarna fyrir þennan aldurshóp. Þá eru einnig fjöldi rannsókna sem sýna hversu ólík menning er í unglingahópum út frá kyni og hvernig þessi menning hefur áhrif á neyslu ungmenna á áfengi. Lítið er til um rannsóknir sem leggja áherslu á viðbrögð mæðra við drykkju ungmenna og því mikilvægt að skoða það efni betur líkt og er gert í þessari rannsókn.
    Markmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á hugmyndir kvenna um hvernig mæður bregðast við áfengisdrykkju barna sinna á unglingsaldri og að hvaða marki þær hugmyndir eru kynjaðar. Rannsóknarspurningar þessarar rannsóknar voru: Hverjar eru hugmyndir kvenna um viðbrögð mæðra við drykkju ungmenna? Eru hugmyndir kvenna um viðbrögð mæðra við unglingadrykkju ólíkar eftir kyni barns? Gögnum var aflað með sögulokaaðferð (story completion method), en þá fá þátttakendur upphaf sögu sem þeir eru beðnir um að ljúka. Upphaf sögunnar var ýmist á þann veg að stúlka kom heim drukkin eða drengur kom heim drukkinn og þurftu þátttakendur að lýsa viðbrögðum móður við þær aðstæður. Þátttakendur voru einungis konur eldri en 20 ára, en alls voru 46 sögur þemagreindar. Eftir að hafa þaullesið gögnin voru fimm þemu greind: (1) Móðir glímir ein við drykkju barns síns; (2) Mæður leggja mikið upp úr því að halda ró sinni; (3) Drykkja dætra veldur meiri áhyggjum; (4) Dætur eru skömmustulegri en synir við heimkomu; (5) Ungmennin eru alltaf með jafningjahópnum. Rannsóknin gefur góða innsýn í það hver möguleg viðbrögð mæðra við þessar aðstæður eru og að kynjaðar hugmyndir um drykkju ungmenna séu til staðar í okkar samfélagi. Sögulokaaðferðin er gagnleg í þessari rannsókn til að rýna í menningarbundnar hugmyndir kvenna um drykkju ungmenna.

  • Útdráttur er á ensku

    During adolescence, there are many changes in the lives of young people, physically, socially and psychologically. Among other things, they seek more independence, communication with peers increases and they try various new things, such as consuming alcohol. Research that has looked at adolescence has indicated that at this point, positive relationships with friends and family are a strong factor as they can become a major preventative measure for this age group. There are also a number of studies that show how different cultures in adolescent groups are based on gender and how this culture affects young people's consumption of alcohol. There is little research that focuses on mothers' reactions to adolescent drinking and therefore looking at that topic more closely, as was done in this study.
    The aim of this study is to shed light on women's ideas about how mothers respond to their children's alcohol consumption during adolescence and the extent to which those ideas are gendered. The research questions of this study were: What are women's ideas about mothers' reactions to adolescent drinking? Are women's ideas about mothers' reactions to adolescent drinking different according to a child's gender? Data was collected using a story completion method, in which participants are given the beginning of a story that they were asked to complete. The beginning of the story was either that a girl came home drunk or a boy came home drunk and the participants had to describe the mother's reaction to the situation. Participants were only women older than 20 years, and a total of 46 stories were themed. After carefully reading the data, five themes were identified: (1) A mother struggles alone with her child's drinking; (2) Mothers put a lot of effort into staying calm; (3) Daughters' drinking causes more concern; (4) Daughters are more embarrassed than sons when they return home; (5) The adolescents are always with the peer group. The study provides a good insight into what mothers' possible reactions to these situations are and whether there are gendered ideas about young people drinking. The story completion method is useful in this study to examine women's cultural ideas about adolescent drinking.

Samþykkt: 
  • 28.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39545


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
kmj2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf179.6 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Kristjana Marín Jónsdóttir - Meistararitgerð - skemman.pdf613.23 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna