is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39546

Titill: 
 • Réttindi og skyldur foreldra vegna skólagöngu barna sinna : tengjumst – kennarar og foreldrar barna af erlendum uppruna : myndband og fræðsluefni á tengjumst.hi.is
 • Titill er á ensku Rights and obligations of parents regarding their children's schooling : connect - teachers and parents of immigrant children : video documentary and a webpage on tengjumst.hi.is
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Réttindi og skyldur foreldra vegna skólagöngu barna sinna er myndband og vefsíða, eitt af fjórum meistaraverkefnum undir regnhlífinni Tengjumst - kennarar og foreldrar barna af erlendum uppruna. Sameiginlegt markmið okkar var að búa til fræðsluefni fyrir foreldra til þess að styrkja tengsl þeirra og grunnskólanna, í þágu barnanna. Myndböndin eru á arabísku, íslensku, pólsku og spænsku og birt á vefnum tengjumst.hi.is. Vefurinn geymir öll myndböndin ásamt ítarlegum upplýsingum um þátttöku foreldra í grunnskólastarfi á Íslandi.
  Markmið þessa verkefnis er að fræða foreldra af erlendum uppruna um skólastarf á Íslandi. Fyrir þá er mikilvægt að upplýsingar um skólastarf séu aðgengilegar á fleiri en einu tungumáli.
  Verkefnið byggir á kenningum Dewey varðandi nemandann sjálfan og þarfir hans. Að uppalendum og kennurum ber að veita nemendum umhverfi þar sem nám getur átt sér stað. Það byggir einnig á rannsóknum á tengslum heimila og skóla, aðalnámskrá grunnskóla, lögum um grunnskóla og barnalögum.
  Góð tengsl heimilis og skóla er ein af forsendum góðrar skólagöngu. Tryggja skal að nemendur og foreldrar þeirra fái ráðgjöf og aðgang að upplýsingum um grunnskólastarf. Í myndbandinu er farið yfir helstu atriði varðandi skipulag grunnskóla á Íslandi. Rætt er um nauðsynlega upplýsingaveitu milli heimila og skóla og möguleika varðandi samskipti milli heimila og skóla. Einnig er rætt um þátttöku foreldra í námi og leik barna sinna og mikilvægi þess að þeir setji sig inn í þeirra störf.
  Vinnan við þetta meistaraverkefni jók hæfni mína til að vinna í teymi að heildstæðu verkefni. Sem skólastjóri fékk ég reynslu af að taka á móti hópi, fá leyfi hjá foreldrum og starfsfólki, undirbúa nemendur og starfsfólk fyrir krefjandi dag með myndtökuliði og fólki með nauðsynlega tungumálahæfni. Það hefur verið hvetjandi að vinna að traustu efni sem gefur rétta mynd af skólastarfi á Íslandi og ég hlakka til að deila því með öðrum stjórnendum, kennurum og foreldrum um land allt.
  Myndbandið Réttindi og skyldur foreldra vegna skólagöngu barna sinna er framleitt í samstarfi okkar fjögurra meistaranema, leiðbeinanda okkar, kvikmyndatökumanna af kennslusviði Háskóla Íslands, þýðenda og vina okkar sem léku í myndböndunum.

 • Útdráttur er á ensku

  Rights and obligations of parents regarding their children's schooling, consists of a video documentary and a webpage. It is one of four master‘s projects under the umbrella of Connect - teachers and parents of immigrant children. Our joint objective was to make educational material for parents to strengthen their bonds with the primary school for the benefit of the children. The videos are in Arabic, Icelandic, Polish and Spanish, published on the web www.tengjumst.hi.is. The webpage includes all the videos along with extensive information about the participation of parents in school activities in Iceland.
  The objective of this project is to inform parents of different foreign origin about the school system in Iceland and their rights and obligations regarding their children´s schooling. It is important that the information is accessible in more than one language.
  The project is based on Dewey’s theories about the student himself and his needs, the need to provide an environment that facilitates learning. It also relies on research into the connection between the home and the school, The Icelandic national curriculum and children´s law.
  A good relationship between the home and the school is one of the foundations of successful schooling. Students and parents need counselling and access to information about the primary school. The video covers the main structure of the Icelandic school system and the following discussion emphasizes the importance of information flow between the home and the school and the possibilities of communication between the two. It also discusses the involvement of parents as their children learn and play, and how important it is for parents to put themselves in their child’s shoes.
  Working on this master’s project has increased my competence in working with a team on a holistic project. As the princial of the school where a large part of the shooting of the video took place, my experience grew by receiving the production team and others involved, getting permission from parents and staff, preparing students and staff for a demanding day with a filming crew and people with the necessary language skills. It has been motivating to work on making material that provides information about the work that takes place in Icelandic schools and I look forward to sharing it with school leaders, teachers and parents around the country.
  The video documentary Rights and obligations of parents regarding their children's schooling is produced in cooperation with four master‘s students, our instructor, a filming crew from the Division of Academic Affairs in at the University of Iceland, translators and friends who played the roles in the videos.

Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
 • 28.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39546


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed_lokaritgerd_Lara_Bergljot_Jonsdottir.pdf1.77 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf177.05 kBLokaðurYfirlýsingPDF