is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39547

Titill: 
  • Vellíðan, nám og flæði í leikskólastarfi
  • Titill er á ensku Well-being and flow in early childhood education
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er vellíðan í leikskólastarfi. Markmið rannsóknarinnar var að skoða eigið starf og hvernig megi styðja við vellíðan, nám og flæði barna í leikskóla. Auk þess að íhuga við hvaða athafnir leikskólabörn virðast upplifa flæði. Flæði er skilgreint sem hugarástand og/eða tilfinning tengd vellíðan og gleði hjá fullorðnum. Á seinni tímum hefur flæði einnig verið tengt við vellíðan og þátttöku barna, sjálfsprottinn leik og áhugahvöt. Flæði í leikskólum getur auk þess átt við skipulag á leik- og eða námsrýmum. Ritgerðin byggir á niðurstöðum úr starfendarannsókn sem unnin var á leikskóladeild. Þátttakendur í rannsókninni, ásamt mér, voru fimm starfsmenn deildarinnar. Börnin á deildinni voru 24 talsins og á aldrinum tveggja til fjögurra ára en fyrri rannsóknir um flæði hafa yfirleitt einblínt á eldri börn. Fengin voru öll tilskilin leyfi fyrir rannsókninni. Í rannsóknarferlinu var notast við rannsóknardagbók, athuganir, myndir og myndbandsupptökur við gagnaöflun. Niðurstöður benda til þess að börn hafi þörf fyrir að tengjast öðrum, bæði börnum og fullorðnum, og upplifa sig sem hluta af hópnum. Í grunninn þurfa þau öryggi til þess að verða virkir þátttakendur í menningu og daglegu starfi leikskólans. Fjöldi barna í hóp og stuðningur kennara í leik skipta höfuðmáli til þess að styðja við vellíðan. Í leikskólastarfi sem byggir á hugmyndinni um flæði er mikilvægt fyrir kennara að styðja við nám og vellíðan barna með því byggja á getu þeirra, þekkingu, þörfum og áhugasviði.

  • Útdráttur er á ensku

    The subject of this dissertation is an action research investigating children’s well-being in preschool. The aim of the study was to examine how the researcher supports children’s well-being, learning and flow in preschool. In addition to considering in what activities preschoolers seem to experience flow. Flow is defined as a state of mind and/or emotion associated with adult’s well-being and joy. In recent times, flow has also been linked to the well-being and participation of children, play and motivation. Flow in preschools is also related to how children’s activities and play environment is organized. The dissertation discusses the findings of an action research conducted in a preschool department in Reykjavik. The participants in the study, along with me, were five educators working at the department and 24 children, two to four years old. Previous research on flow has usually focused on older children. The study was explained to the participants and they gave their informed consent. Multiple methods were used during the research process, a research diary, observations, photographs and video recordings. The findings indicate that children need to make connection with others, both children and adults, and experience themselves as part of the group. In addition, they need security to become active participants in the preschool culture and daily practice. The number of children in a group and the support of teachers in play are crucial to support their well-being. In preschool practices based on the idea of flow, it is important for teachers to support children's learning and well-being in preschool by emphasizing their competences, knowledge, needs and interests

Samþykkt: 
  • 28.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39547


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lea Valdís Bergsveinsdóttir_Lokaskil_210521.pdf686.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Lea Valdís Bergsveinsdóttir_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_02.06.21-2.pdf198.11 kBLokaðurYfirlýsingPDF