is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39548

Titill: 
  • Heimilisfræði og fæðuofnæmi : bakstur fyrir alla : mjólkur-, eggja- og glútenfrítt góðgæti
  • Titill er á ensku Home economics and food allergies : baking for everyone : milk, egg, and gluten-free baked delicacies
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á síðustu misserum hefur nemendum með óþol og ofnæmi fjölgað til muna. Mikilvægt er að tekið sé tillit til þeirra í heimilisfræði svo þeir geti lært á sömu forsendum og samnemendur þeirra. Hins vegar er ekki til útgefið námsefni sem hentar þessum hópi og þarf því hver og einn heimilisfræðikennari að leggja ómælda vinnu í að finna uppskriftir sem eru án þeirra efna sem nemendur þeirra hafa óþol eða ofnæmi fyrir. Markmið lokaverkefnisins er að auðvelda heimilisfræðikennurum undirbúning kennslu. Þá sérstaklega óreyndum kennurum sem eru að hefja sinn kennsluferil og þekkja lítið til ofnæmissjúkdóma. Námsefninu fylgir fræðileg greinargerð um það sem heimilisfræðikennarar þurfa að vita um fæðuofnæmi og hvað þarf að vera til staðar í kennslustofunni þegar nemendur með ofnæmi stunda nám sitt þar. Í fyrsta lagi var farið yfir hvað fæðuofnæmi er. Byrjað var á að skoða tíðni og orsakir þess ásamt einkennum óþols, ofnæmis og bráðaofnæmis og rætt um viðbrögð og meðferð þeirra. Einnig var fjallað um algenga ofnæmisvalda og þá sérstaklega ofnæmi fyrir glúteni, eggjum og mjólk. Í öðru lagi var fjallað um hvað þurfi að hafa í huga þegar nemandi með fæðuofnæmi kemur í heimilisfræði og hvaða hráefni er hægt að nota í stað ofnæmisvalda. Í því skyni var lögð áhersla á ofnæmisvalda á borð við egg, mjólk og glúten. Loks var farið yfir hvernig námsefni eða uppskriftir henta nemendum með ofnæmi og í framhaldi var uppskriftaheftið „Bakstur fyrir alla: Mjólkur-, eggja- og glútenfrítt góðgæti“ kynnt en það inniheldur 31 uppskrift. Fyrstu 13 uppskriftirnar eru tvískiptar. Annars vegar eggja- og mjólkurlausar og hins vegar samskonar uppskriftir sem eru einnig án glútens. Jafnframt eru í heftinu fimm uppskriftir sem eru án allra þriggja ofnæmisvaldanna. Allar uppskriftirnar eru hnetulausar. Uppskriftaheftið nýtist í raun öllum en sérstaklega þeim sem hafa fæðuofnæmi eða neyta ekki dýraafurða (vegan).

  • Útdráttur er á ensku

    The incidence of intolerance and allergies among students in elementary school has increased exponentially in the past years. The study material in home economics has not changed accordingly. Currently there is no published study material for students with intolerances and allergies and therefore they do not have the same opportunity as their fellow students to learn simple recipes that suits their dietary needs. The aim of this final project is to simplify the teaching process for teachers in home economics and provide tools necessary for teaching this group of students. It can be challenging for inexperienced teachers that have limited knowledge of intolerances and allergies to modify the study material to the needs of this group. Accompanied with the study material is a theoretical report that educates the teachers on food allergies and the necessary tools needed for a safe learning environment for a student with allergies. Incorporated in the report is firstly, a description of food allergies. It describes incidence, and causes of food allergies, symptoms of intolerances, allergies, and anaphylaxis, and the appropriate response and treatment of these conditions. The report lists common allergens, and what it means to be allergic to gluten, eggs, and milk. Secondly, it outlines the necessary precautions that needs to take place when a student with allergies participates in home economics is discussed as well as the substitutes needed instead of allergy provokers, with special attention on allergens such as egg, milk, and gluten. Finally, it was discussed which kind of study materials and recipes are suitable for students with food allergies, and then the recipe booklet “Baking for everyone: Milk, egg, and gluten-free baked delicacies” introduced which includes 31 recipes. The first 13 recipes are represented in two ways; without eggs and milk, and without eggs, milk and gluten. There are five recipes in the booklet that are without all three allergens. All the recipes are free of nuts. This booklet will be helpful for all students, especially those who have food allergies or exclude animal products (vegetarian, vegan, etc.) from their diet.

Samþykkt: 
  • 28.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39548


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bakstur_fyrir_alla_NinaMaria.pdf47.25 MBLokaður til...01.05.2040BókPDF
Bakstur_fyrir_alla_NinaMaria YFIRLIT.pdf4.18 MBOpinnYfirlitPDFSkoða/Opna
M.Ed-greinargerð-Nína María Gústavsdóttir.pdf765.54 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing - Nína María - nýtt.pdf243.89 kBLokaðurYfirlýsingPDF