is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39549

Titill: 
 • ,,Já, ég var í Brúarskóla, ég er með fatlanir og af hverju á ég að skammast mín fyrir það?“ : lífssögur fyrrverandi nemenda Brúarskóla
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni rannsóknarinnar eru lífssögur fyrrverandi nemenda í Brúarskóla. Um er að ræða eigindlega lífssögurannsókn sem byggist á viðtölum við þátttakendur. Markmið rannsóknarinnar er að fá sýn á upplifun nemenda af veru sinni í Brúarskóla og hinum almenna grunnskóla. En jafnframt að nemendur sem takast á við krefjandi hegðun fái rödd og tækifæri til að deila reynslu sinni af skólaumhverfinu. Viðmælendur eru þrír fyrrverandi nemendur Brúarskóla, en þeir eiga það sameiginlegt að hafa sýnt krefjandi hegðun frá unga aldri.
  Margt bendir til þess að stefnan um skóla án aðgreiningar hafi átt undir högg að sækja síðustu ár. Þannig benda rannsóknir til þess að kennarar séu ósammála um framkvæmd stefnunnar og að þá skorti tíma og betri aðstæður til að fylgja henni eftir. Hvað sem því líður virðast nemendur með krefjandi hegðun eiga erfitt uppdráttar í hinu almenna skólaumhverfi. Rannsóknir benda til þess að þeim sé mætt með neikvæðu viðhorfi og að einstaklingsbundnum þörfum þeirra sé ekki sinnt sem skyldi.
  Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að þátttakendur hafi orðið fyrir útilokun og neikvæðu viðhorfi frá hinu almenna skólaumhverfi. Slík viðhorf skólans höfðu neikvæð áhrif á bæði líðan og hegðun viðmælenda. Ef tekið er mið af upplifun þátttakanda er ljóst að hinn almenni skóli kemur ekki nægilega vel á móts við einstaklingsbundnar þarfir nemenda og vinnur því gegn stefnunni um skóla án aðgreiningar. Rannsóknin gefur jafnframt til kynna að Brúarskóli hafi markað djúp spor í skólagöngu viðmælenda minna. Kennsluaðferðir og aðstæður skólans höfðu þannig jákvæð áhrif á líðan og hegðun nemenda. Hins vegar upplifðu þátttakendur náms- og félagslega einangrun fyrst um sinn eftir útskrift frá skólanum, sem gefur til kynna að sérúrræði á borð við Brúarskóla eigi erfiðara með að sinna slíkum þáttum. Viðmælendum hefur þó almennt gengið vel að fóta sig í samfélaginu eftir útskrift og hafa nýtt sér ýmiskonar færni sem þeir lærðu í Brúarskóla í daglegu amstri.

 • Útdráttur er á ensku

  The subject of this reasearch are the lifestories of former students of the special school, Brúarskóli. The research method being used is life story research and is based on unstructured open interviews with pre-selected participants. The purpose of the reasearch is to get insight in to student’s experience of their stay in Brúarskóli and also their stay in their public schools. The aim is also to give students with behavioral problems a voice and a chance to share their experience of the school environment. The three participants are former students of Brúarskóli and they have all struggled við mulifaceted behavioral problems from early age.
  There are many indications that the official policy of inclusive schools has been under a lot of criticism these last years. Research shows that teachers do not agree about the implementation of the policy and that they lack the time and resources to implement it. It seems that students with behavioral problems are having a hard time adjusting to the public -school environment. Studies imply that they are faced with negative attitudes and that their individual needs are not met.
  The results of this research indicate that the participants have experienced exclusion and negative attitudes in the public- schools environment. These negative attitudes have had effect both on the students‘ well-being and behavior. According to the experience of the participants it seems that the schools are not meeting the students individual needs and thus working against the policy of inclusive education. The research also shows that Brúarskóli has had significant effect on my participants‘ school experience. The school‘s teaching aproaches and circumstances have had possitive effect on the students well-being and behavior. On the other hand, the students experienced educational and social isolation after graduation from Brúarskóli, which implies that educational provisions such as Brúarskóli find it difficult to prepare students for that. However, The participants have been generally successful in the community after their graduation from Brúarskóli. They have taken advantage of the skills they learned in the school and used it in their daily life.
  The thesis will be discussing the participants‘ experience of the school environment and also the challenges that the school-system is facing regarding inclusive education. Special emphasis will be on the attitudes and reaction of the elementary schools to students that are dealing with behavioral problems.

Samþykkt: 
 • 28.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39549


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf177.43 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Ólafur BjörnssonLokaskil05.21 (4).pdf606.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna