Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39554
Markmið rannsóknarinnar var að skoða framkvæmd og útfærslu námsmats á yngsta stigi grunnskóla. Tekin voru viðtöl við kennara á yngsta stigi um það hvernig þeim gengur að vinna með hæfniviðmið eins og þau eru sett fram í Aðalnámskrá grunnskóla. Kennarar voru spurðir út í hvernig þeir eru að meta nám nemenda sinna, námsframvindu og námsárangur með hliðsjón af hæfniviðmiðum aðalnámskrár. Árið 2019 komu fram leiðbeinandi matsviðmið til að styðjast við þegar nemendur klára 4. og 7. bekk. Menntamálastofnun hvetur kennara til þess að nota þessi matsviðmið við lokamatið en skólarnir hafa nokkuð frjálsar hendur við útfærsluna. Áhugavert var því að skoða hvort kennarar á yngsta stigi eru með lokamat og þá hvernig. Er farið eftir matsviðmiðum aðalnámskrár eða setja skólarnir sjálfir fram eigið mat við lok 4. bekkjar? Rannsóknin var eigindleg þar sem tekin voru hálfopin viðtöl við átta starfandi kennara á yngsta stigi og tvo stjórnendur í einum grunnskóla. Notast var bæði við snjóbolta- og markmiðsúrtak, en með snjóboltaúrtaki voru viðmælendur beðnir um að benda á kennara sem gætu svarað spurningum rannsakanda. Með markmiðsúrtaki var lögð áhersla á að viðmælendur kenni nemendum á yngsta stigi grunnskóla og/eða komi að námsmati á stiginu. Niðurstöður leiddu í ljós að mikið álag hvílir á kennurum þegar kemur að námsmati og hæfniviðmiðum. Hæfniviðmiðin virðast hafa mikil áhrif á skólastarf og að mati þeirra er lítið samræmi á milli skóla og kennara. Skólarnir hafa lagt mikla vinnu í námsmatið og niðurstöður gefa til kynna að áherslur skólanna hafi verið ólíkar með tilliti til framsetningar hæfniviðmiða, úthlutunar þeirra milli árganga og matsaðferða. Út frá niðurstöðum má sjá að frekari áherslu þarf að leggja á innleiðingu matsviðmiða ef þau eiga að komast í notkun. Margir kennaranna hafa ekki kynnt sér þau og jafnvel vissu ekki af þeim.
The purpose of the research was to look at the execution of course assessment at the
youngest levels in primary schools. Interviews were conducted with teachers of the youngest
levels on how well they work with the learning criteria as they are presented in the national
curriculum guide for compulsory school. Teacher were asked about their evaluation of their
student’s studies, academic progress, and academic achievements with regards to the
learning criteria of the national curriculum guide. In 2019, an instructive assessment
criterion for primary schools were introduced to use when students finish 4th and 7th grade.
The Directorate of Education encourages teachers to use the assessment criteria in the final
assessment. However, the schools have a fairly free hand to the implementation. It was
interesting to see how or whether the teachers conduct the final assessment. Whether the
assessment criteria are followed in the curriculum or if the schools create their own at the
end of the 4th grade. The research was qualitative as semi-open interview that were
conducted with eight working teachers at the youngest level and two administrators in one
primary school. To conduct the interviews, both snowball and target sample were used.
With the snowball sample, interviews were asked to point to teachers who could answer the
researcher’s questions, while the target sample emphasized that interviewees where related
to the subject, in this case they teach students at the youngest level of compulsory school,
and/or involved in the assessment of the stage. The result presented that teachers are under
high pressure when it comes to assessments and learning criteria. The learning criteria
seems to have a greater impact on schoolwork and in the opinion of the teachers there is
insufficient coherence between schools and teachers. The schools have put immense effort
into the assessment and the results indicate that the schools’ emphases have been different
with regard to the presentation of the learning criteria, their allocation between year
groups, and assessment methods. Based on these results, it can be seen that further
emphasis needs to be placed on the introduction of assessment criteria if it is to be put into
use. Many of the teachers had no knowledge of it or its existence.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf | 33.71 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
SigrúnBirnaSigurðardóttir_2021.pdf | 664.29 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |