is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39556

Titill: 
 • Vöktun náttúrunnar sem viðfangsefni í skólastarfi : verkefnasafn fyrir grunnskóla
 • Titill er á ensku Monitoring nature as a part of school learning : projects for compulsory schools in Iceland
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Markmið þessa meistaraverkefnis var að móta verkefnasafn fyrir grunnskóla um vöktun á náttúrunni sem byggir á aðalnámskrá og sýn kennara um slíka vinnu. Unnin var eigindleg rannsókn sem fólst í einstaklingsviðtölum við 12 kennara á öllum aldursstigum grunnskóla og í kennaramenntun háskóla. Niðurstöðurnar benda til að kennarar séu sammála um skýran ávinning á verkefnum um vöktun á náttúrunni. Þeir töldu að slíkt verkefnasafn verði að vera einfalt í framsetningu, snúast um stuttar vettvangsferðir og hafa skýrt skipulag og með hnitmiðuð hæfniviðmið, en líka upplýsingum um kveikjur, umræðuspurningar fyrir nemendur, gátlista og tillögur að námsmati. Þá komu fram óskir um að fá stuðning sérfræðinga í umhverfisvöktun bæði í upphafi og á meðan slík verkefni standa yfir, en einnig óskir um fjármagn fyrir tækjum, fámennari nemendahópa, góða aðstöðu úti og meiri sveigjanleika í stundatöflu.
  Með hliðsjón af þessum niðurstöðum, fyrri verkefnum á vegum Landverndar og Landgræðslunnar, auk fræða sem kynnt eru var mótað safn 12 verkefna um vöktun á náttúrunni í nærumhverfi grunnskóla, hvort sem þeir eru í þéttbýli eða dreifbýli. Í verkefnasafninu eru verkefni fyrir alla aldurshópa: Fjögur verkefni fyrir yngsta stig, fjögur fyrir miðstig og fjögur fyrir unglingastig. Verkefnin beinast að mestu leyti að vöktun á gróðri, smádýrum, vistkerfum og rofi. Verkefnin eru aðallega tengd náttúrugreinum en þeir taka líka mið af hæfniviðmiðum frá öðrum námsgreinum eins og sviðlistum eða upplýsinga- og tæknimennt. Reynt hefur verið að gera verkefnin áhugaverð, menntandi og hvetjandi fyrir nemendur jafnt sem grunnskólakennara.

 • Útdráttur er á ensku

  The objective of this research is to create a project library for primary school teachers about monitoring nature. The projects take the national curriculum into consideration alongside the views and opinions of teachers regarding the projects. This research uses qualitative methods and, more precisely, utilizes interviews for collecting data. Twelve interviews were conducted with both primary school teachers of all primary age levels as well as teachers in the education faculty at the University of Iceland. The interviewees agreed on the importance of projects about monitoring nature. They argued that the project should have clear and simple guidelines both for the teacher and the students and should cover short field trips. The project guidelines should include triggers, ideas for discussions and questions, checklists for equipment needed, and recommendations as to how the projects should be
  assessed and marked. The interviewees asked for support from experts in the beginning and throughout the duration of the projects, in addition to financial support for equipment, smaller student groups, a good outside learning environment, and more flexible timetables.
  Taking into account the results of the interviews, the projects from Landvernd and Landgræðslan, and the theories which are explored in this research, a project library was created containing twelve projects that are all about monitoring nature in the school surroundings, both in rural and urban spaces. In the project library, one may find projects for all three age levels: four for the youngest level, four for the mid-level, and four for the teenage level. The projects mainly revolve around a monitorization of vegetation, invertebrates, ecosystems, and erosion. All the projects fall within the natural sciences, but some of them also connect to other subjects, such as theatre or information and technology education. The goal is to have engaging, educational, and interesting projects not only for the students but also for primary school teachers.

Samþykkt: 
 • 28.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39556


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS_Sólveig Sánchez.pdf15.32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing - Skemman.pdf247.64 kBLokaðurYfirlýsingPDF