is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísinda- og lagadeild > Lokaverkefni í Félagsvísinda- og lagadeild (BA/BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39561

Titill: 
 • Hlutverk stjórna hjá stofnunum ríkisins
 • Titill er á ensku The role of boards in government institutions
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Útdráttur Stofnanir eru settar á fót með lögum sem ákvarða skipulag þeirra (sjálfstæðar undirstofnanir). Stundum er sett stjórn en hlutverk hennar er mismunandi hverju sinni og ekki eru til lög sem skilyrða að stjórn skuli starfa yfir öllum stofnunum sem heyra undir ráðuneytin. Hvorki er að finna lög né samhæft regluverk innan stjórnsýslunnar um hvernig því er háttað þegar stofnun er sett á fót. Þá þykir heldur ekki vera til skýrt og afmarkað hlutverk stjórna innan stofnunar gagnvart stjórnendum. Farið er yfir mismunandi hlutverk stjórna og einnig er farið í að skoða hvernig misræmi regluverks innan stjórnsýslunnar, m.a. milli ráðuneytanna, getur framkallað óskýrar valdheimildir sem leiða af sér ýmsa meinbugi við stjórnun stofnana. Framangreint ósamræmi í regluverki getur til dæmis leitt af sér verulega óvissu um ábyrgð og hlutverk stjórna.
  Í niðurstöðum er fjallað um skýrslu verkefnastjórnar sem kom út í apríl 2015 og var unnin með samþykki ríkisstjórnar ásamt Ríkisendurskoðun. Samkvæmt henni voru lagðar fram tillögur um að skilgreindar verði í lögum tvær tegundir stjórna þar sem hlutverk stjórna sé skilgreint með afmarkaðir og skýrari hætti en gert hefur verið. Í niðurstöðu skýrslu til Alþingis sem Ríkisendurskoðun gaf út í júní 2018 kemur fram að unnið hefur verið að því að undanförnu að samræma og skilgreina betur þátt stjórnar í því samhengi. Þessar breytingar fela í sér að stjórnir eru nú skilgreindar sem ráðgefandi og er það gert til að tryggja að valdframsal sé innan þess ramma sem lög um stjórnarskrá lýðveldisins nr. 44/1944 segir til um. Of dreifð valdheimild getur orsakað misbrest í stjórnun stofnunar og einnig getur það verið óljóst hvar ákvörðunarvaldið liggur. Reglugerðir hafa verið settar til að skýra betur það hlutverk sem ætlast er til af stjórnum. Ástæður þess að stjórn er sett innan stofnana eru óskýrar í ljósi þess að hvert og eitt ráðuneyti hefur haft sinn háttinn á þegar kemur að því að setja stofnun á laggirnar.

 • Útdráttur er á ensku

  Abstract Institutions are established by laws that determine their organization (independent sub-agencies). Sometimes a board is appointed, but its role is different from time to time and there are no laws that require a board to operate over institutions under the respective ministries. There are no laws or harmonized regulations within the administration regarding the official procedure when an institution is established. It is also not considered that there is a clear and demarcated role of boards within an institution vis-à-vis managers. The different roles of boards are reviewed, and an examination is also made of how discrepancies in the regulatory framework within the administration, e.g. between the ministries, can create vague powers that lead to various flaws in the management of institutions. The above-mentioned regulatory inconsistencies can, for example, lead to significant uncertainty about the responsibilities and roles of boards.
  These findings discuss the report of the project board which was published in April 2015 and was prepared with the approval of the government together with the National Audit Office. According to the report, work has been done to harmonize and better define the role of the board in that context. These changes mean that boards are now defined as advisory and this is done to ensure that the transfer of power is within the framework of the Act on the Constitution of the Republic no. 44/1944. Non-specific powers can result in a failure in the management of an institution and it can also be unclear where the decision-making power lies. Regulations have been put in place to better clarify the role expected of boards. The reasons for establishing a board within institutions are unclear in light of the fact that each ministry has had its own way of establishing an institution.

Samþykkt: 
 • 29.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39561


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
GroaHRosinkransaJonsdottir_BS_Lokaverkefni.pdf841.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_GroaRosinkransaJonsdottir.pdf578.78 kBLokaðurYfirlýsingPDF