Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39562
Assessment of culpability with emphasis on evaluations of appointed assessor
Óumdeilt er að hugtakið sakhæfi er lögfræðilegs eðlis hér á landi og að mat á sönnunargögnum fellur lögum samkvæmt í verkahring dómstóla, sbr. 109. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Í þessari ritgerð leitast höfundur við að varpa ljósi á hvernig mat á geðrænu sakhæfi er í framkvæmd hérlendis, þá samanborið við nágrannalönd okkar. Dómstólar styðjast oftar en ekki við matsgerðir dómkvaddra matsmanna þegar þeir leggja mat á sakhæfi sakbornings. Það virðist þó ekki vera nein algild regla á því hvenær dómstólar víkja matsgerð til hliðar og dæma þvert á móti niðurstöðum hennar. Það hefur orðið vart við ósamræmi í dómum hvað varðar vægi matsgerða þegar metið er geðrænt sakhæfi. Af dómaframkvæmd má þó ráða að dómstólar líti einkum til nokkurra atriða við mat á því hvort sakborningur hafi verið í því ástandi að vera alls ófær um að stjórna gjörðum sínum á verknaðarstundu, sbr. 15. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Höfundur leitast við að svara þeirri spurningu hvort þröng túlkun á 15. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 gæti vegið að réttlátri málsmeðferð þegar fyrir liggur mat dómkvaddra matsmanna, þá sér í lagi ef dómkvaddir matsmenn og yfirmatsmenn sammælast um mat á andlegu atgervi ákærða. Leiða má líkum að því að þegar verulegur vafi liggur fyrir um sakhæfi ber dómstólum
í hvívetna að tryggja réttláta málsmeðferð og skýra allan vafa sakborningi í hag.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| SoffiaAdda_BS_lokaverk.pdf | 347,95 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
| yfirlysing_SoffiaAdda.pdf | 46,81 kB | Lokaður | Yfirlýsing |