is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísinda- og lagadeild > Lokaverkefni í Félagsvísinda- og lagadeild (BA/BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39563

Titill: 
 • Getur hið opinbera sagt uppp starfsfólki vegna frammistöðuvanda ?
 • Titill er á ensku Can the authorities lay off employees due to performance issues
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Frammistöðuvandi hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið vegna ágreinings milli starfsmanna hjá hinu opinbera. Í þessari ritgerð var fjallað annars vegar um það lagaumhverfi sem snýr að réttindum og skyldum opinberra starfsmanna og hins vegar skyldur hins opinbera sem vinnuveitanda. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvernig stjórnendur hjá hinu opinbera eru að takast á við frammisöðuvanda starfsmanna og svara þannig rannsóknarspurningunni „getur hið opinbera sagt upp starfsfólki vegna frammistöðuvanda?“ Farið var yfir verklag og málsmeðferð frá veitingu skriflegrar áminningar til uppsagnar eða starfslokasamnings, eftir því sem við átti. Til fyllingar var litið til Hæstaréttardóma, héraðsdóma og álita umboðsmanns Alþingis. Notast var við eigindlegar rannsóknaraðferðir þar sem tekin voru viðtöl við fjóra stjórnendur hjá hinu opinbera, bæði hjá ríki og sveitarfélögum þar sem reynt var að ná fram skýrari mynd af því hvernig slík mál eru meðhöndluð. Helstu niðurstöður voru þær að stjórnendur sem rætt var við, voru sammála um að frammistöðuvandi væri oft ill mælanlegur og þar af leiðandi væri ekki hægt að veita starfsmanni skriflega áminningu sem undanfara lögmætrar uppsagnar sbr. 21. gr. starfsmannalaga. Slík mál enduðu oftast með starfslokasamningum. Í 44. gr. starfsmannalaga er heimild til uppsagnar að undangenginni áminningu skv. 21. gr. laganna og þar af leiðandi hægt að segja starfsmanni upp vegna frammistöðuvanda.

 • Útdráttur er á ensku

  Lately, the media has covered performance issues since there has been a dispute between employees and the authorities. This essay takes on the legal environment regarding rights and obligations of those employees and on the other hand it takes on obligations from the authority as the employer. The goal of this research was to look at how managers at the authority take on employee’s performance issues and answer the question “can the authorities lay off employees because of performance issues?”.
  Procedures from written reminder until the employee was laid off were reviewed. On top of that results from Supreme Courts, District Courts, and Parliamentary Ombudsman were looked at. Qualitative research was used such as interviews with four directors at the authority, both from the state and cities to be able to get a better understanding how such cases are handed.
  Main results were that the directors that took part in this research agreed that a valuation of performance issues are hard to measure and therefore it is not possible to give employees a written reminder before legitimate resignation. These cases often end with a severance agreement. In 44th. It is authorized to lay off employees after a reminder and therefor possible to lay off an employee because of performance issues.

Samþykkt: 
 • 29.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39563


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ThorunnSnorradottir_BS_lokaverk.pdf608.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_ThorunnSnorradottir.pdf2.58 MBLokaðurYfirlýsingPDF