Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39564
Markaður efnisveita með sjónvarpsefni á Íslandi hefur tekið hröðum breytingum síðastliðið ár vegna aukins framboðs efnisveita á Íslandi. Hröð þróun tækninnar og alþjóðavæðing hefur stuðlað að þessum breytingum. Tvær erlendar efnisveitur komu nýjar inn á íslenskan markað á síðasta ári og ljóst er að fleiri munu fylgja í kjölfarið. Erlendar efnisveitur eru ekki bundnar við þá löggjöf sem gildir hér á landi líkt og þær tvær íslensku efnisveitur sem hér eru starfandi. Samkvæmt lögum verða íslensku efnisveiturnar að þýða og setja texta við allt erlent efni sem þær bjóða upp á. Íslensk kvikmyndahús og fjölmiðlar eyða tæplega 500 milljónum árlega í það eitt að þýða og talsetja erlent efni.
Í þessu verkefni er skoðað hvaða þættir það eru sem skipta íslenska neytandann mestu máli þegar kemur að vali á efnisveitu. Þetta er skoðað út frá þeim eiginleikum sem stafrænar vörur búa yfir, sem og neytendahegðun og alþjóðavæðingu.
Niðurstöður spurningakönnunarinnar gefa til kynna að þættir sem skipta íslenska neytendur hvað mestu máli er úrval efnis sem hver efniveita býður upp á og kostnaðurinn við að vera með aðgang að efnisveitunni. Einnig sýna niðurstöður að sá þáttur sem skiptir íslenska neytendur minnstu máli er það að hafa íslenskan texta á erlendu efni.
The market for streaming services with television content in Iceland has changed rapidly over the past year due to the increased supply of streaming services in Iceland. Rapid technological development and globalization have contributed to these changes. Two new foreign streaming services entered the Icelandic market last year and it is clear that more will follow. Foreign streaming services are not bound by the legislation that applies in this country, like the two Icelandic streaming services that operate in this country. By law, Icelandic content providers must translate and put text on all foreign content they offer. Icelandic cinemas and the media spend almost 500 million annually on translating and dubbing foreign material alone.
This thesis examines which factors are most important to the Icelandic consumer when it comes to choosing a streaming service. This is examined in terms of the characteristics of digital products, as well as consumer behavior and globalization.
The results of the survey indicate that the factors that matter most to Icelandic consumers are the selection of content that each streaming service offers and how much it costs to have access to the content. The results also show that the least important factor for Icelandic consumers is to have an Icelandic text on foreign material.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
B.A.lokalskil-DagnýSteinrarsd.pdf | 1.2 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |