is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísinda- og lagadeild > Lokaverkefni í Félagsvísinda- og lagadeild (BA/BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39565

Titill: 
  • Kennsla í kórónuveirufaraldri : upplifun kennara á grunnskólastigi af fjarkennslu í Covid-19
  • Titill er á ensku Teaching during a pandemic : primary school teachers' experience of distance learningduring Covid-19
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessu lokaverkefni eru kynntar niðurstöður rannsóknar á upplifun íslenskra grunnskólakennara af fjarkennslu í Covid-19 faraldri árið 2020. Rætt var við bæði umsjónarkennara og list- og verkgreinakennara og var markmiðið að fá sem fjölbreyttast sjónarhorn á upplifun kennara af fjarkennslu. Beitt var eigindlegum rannsóknaraðferðum við vinnslu verkefnisins og rætt var við fimm kennara frá tímabilinu janúar - mars 2021. Voru allir enn starfandi kennarar þegar rannsóknin var unnin en fjarkennslan hafði farið fram á mismunandi tímabilum yfir árið 2020. Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á upplifun kennara af fjarkennslu þegar Covid-19 faraldurinn reið yfir, fara yfir tækni og forrit sem nýtt voru og skoða þau tækifæri sem þessi tækni býður upp á í kennsluumhverfi grunnskóla eftir að faraldri lýkur.
    Helstu niðurstöður benda til þess að meira álag og aukin streita hafi fylgt starfi umsjónarkennara en list- og verkgreinakennara. Ástæður þess eru persónulegt utanumhald umsjónarkennara um nemendur sína, aukin samskipti við foreldra og aukin krafa á eftirfylgni vegna heimanáms nemenda. Einnig að þeir þurftu að læra á forrit sem ekki höfðu verið notuð almennt í kennslu fram að því. Almenn ánægja ríkti hjá kennurum um fyrirkomulag fjarkennslu og var upplifun meira jákvæð heldur en neikvæð. Voru kennarar þó sammála um að að þeir hefðu viljað vera betur undirbúnir fyrir fjarkennslu þegar að faraldurinn skall á. Allir voru þeir sammála um að tæknin sem notast var við, komi að góðum notum í áframhaldandi kennslu þó að vissulega sé ákjósanlegast að kenna nemendum áfram í kennslustofu. Hægt sé að styðjast þá við tæknina að hluta til, á þann háttinn að hún taki ekki yfir og hafi neikvæð áhrif á mannleg samskipti í skólastofunni.

  • Útdráttur er á ensku

    This essay presents the results of a study of Icelandic teachers' experiences of distance learning in the Covid-19 epidemic of 2020. Both supervising teachers and arts and craft teachers were interviewed and the goal was to get the most diverse perspective on teachers' experiences. Qualitative research methods were used in the project and interviews were conducted with five teachers from the period January - March 2021. All were still working teachers when the study was conducted, but distance learning had taken place in different periods during the year 2020. The purpose of this research is to shed some light on teachers' experiences of distance learning during the Covid-19 epidemic, reviewing technology and software used as well as identifying opportunities offered in post-epidemic teaching.
    The main results indicate that more work and stress accompanied the work of the supervising teacher than the arts and craft teacher. The reason for this is the personal supervision of their students by the supervising teacher, increased communication with parents and increased demands for follow-up due to students' homework. There was general satisfaction among teachers about the distance learning arrangement and the experience was more positive than negative. Teachers, however, agreed that they would have preferred to be better prepared for distance learning when the epidemic struck. They all agree that the technology used will be useful in continuing education, although it is certainly preferable to continue teaching students in the classroom and then rely on that technology for support so that it does not have a negative effect on communication within the classroom.

Samþykkt: 
  • 29.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39565


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
EvaBjorkLowe_BA_lokaverk.pdf1.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
EvaBjorkLowe_yfirlysing-1.pdf126.45 kBLokaðurYfirlýsingPDF