Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39566
Lítið hefur verið um samanburð á þeim þáttum sveitarfélaga sem snúa að samkeppni þeirra á milli. Rannsóknarspurningin sem unnið er út frá er sú hvort Reykjavíkurborg sé félagsmálaþjónusta landsmanna. Samanburðurinn nær til höfuðborgarsvæðisins og skoðaðir þættir þar sem sveitarfélögin eru í samkeppnisrekstri hvort við annað um að veita íbúum félagslega þjónustu.
Þessi rannsókn er byggð á hvoru tveggja eigindlegri- og megindlegri aðferðafræði. Tekin voru viðtöl við tvo einstaklinga og unnið með tölfræðilegar upplýsingar til að greina hvernig sveitarfélög keppa sín á milli.
Helstu niðurstöður þessarar rannsóknar má flokka upp í nokkra þætti sem byggja á huglægu mati höfundar. Sveitarfélögin eiga í víðtæku samstarfi í ákveðnum málaflokkum. Sú reynsla sýnir að þau geta unnið saman og ástæða er til að huga að sameiningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Misræmi er í þeirri félagslegu aðstoð sem þau veita sem skekkir samkeppni og er í mótsögn við ákvæði stjórnarskrár og vilji er til að samræma reglur um aðstoð til að hún sé alls staðar eins. Huga þarf að lýðræðinu og hvernig er hægt að færa ákvarðanatöku meira til almennings til þess að virkja hann til þátttöku. Sveitarfélögum er í lögum veitt heimild til að ákvarða útsvarsprósentu sína sjálf. Þetta fyrirkomulag býður hættunni heim og getur leitt til aukinnar stéttaskiptingar og til verði „skattaskjól“ innanlands því tekjuháir einstaklingar geta haft verulega hagsmuni af því að færa lögheimili sitt þangað sem útsvar er lægst.
Lykilorð sem ágætt er að hafa í huga: samkeppni, samvinna, lýðræði, fjárhagsaðstoð og útsvar.
There has been little comparison of the aspects of municipalities that does with competition between them. The research question that is based on is whether Reykjavík is the social service for the people of Iceland. The comparison covers the great Reykjavík area and examined aspects where the municipalities are in competitive operation with each other providing residents with social services.
The research is based on both qualitative and quantitative research methods. Interviews were conducted with two individuals and also statistical information was used which shows how municipalities compete with each other.
The main results of this study can be divided into few factors based upon the author´s subjective assessment. The municipalities have extensive cooperation in certain issues. This experience shows that they can work together and there is reason to consider merging municipalities in the great Reykjavík area. Discrimination in the welfare system they provide distorts competition and is contrary to the provisions of the constitution and there is a will to coordinate the rules on assistance so that it is everywhere the same. Democracy needs to be considered and how decision-making can be brought more to the attention of the public in order to activate them for participation. Municipalities are authorized by law to determine their own tax rate. This arrangement awaits the danger and can lead to increased class division and a "tax haven" within the country, because high-income individuals can have a significant interest in moving their legal domicile to where the tax rate is lowest.
Keywords to bear in mind: competition, cooperation, democracy, financial aid and local taxes.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA_Ritgerð_Rúnar_Einarsson.pdf | 947,55 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_yfirlýsing_undirrituð-1.pdf | 339,65 kB | Lokaður | Yfirlýsing |