is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39568

Titill: 
  • Við viljum öll tilheyra : þrjár stoðir fyrir fámenn sveitarfélög um hvernig má virkja börn og ungmenni með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn til þátttöku í tómstundum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um þrjár stoðir um hvernig má virkja börn og ungmenni með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn til þátttöku í tómstundastarfi í fámennum sveitarfélögum. Í ritgerðinni er kannað hvernig haga má skipulagi tómstundastarfs til að ryðja úr vegi hindrunum fyrir þátttöku barna og ungmenna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn í tómstundastarfi. Þá er skoðað hlutverk starfsfólks þegar kemur að tómstundastarfi barna og ungmenna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn í tómstundastarfi. Loks er skoðað hvernig nýta má styrkleika fámennra samfélaga til að tengjast og vinna með fjölskyldum og forráðamönnum barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn, til að efla þátttöku barna og ungmenna í tómstundum.
    Í ritgerðinni er stuðst við kenningar um gagnrýna fjölmenningarhyggju og gildi tómstundastarfs. Fjallað verður um stöðu, líðan og félagsleg tengsl barna og ungmenna með ólíkan menningar- og tungumálabakgrunn, innan og utan skólans. Sérstaklega er sjónum beint að þátttöku þeirra í tómstundastarfi. Fjallað er um mikilvægi og gildi tómstundastarfs og varpað ljósi á hindranir sem geta verið í vegi fyrir þátttöku barna. Kynntar verða þrjár stoðir um hvernig hægt er að stuðla að meiri þátttöku og virkni barna og ungmenna af erlendum uppruna í tómstundastarfi, með fámenn sveitarfélög í huga. Stoðirnar eru: Skipulagið, starfsfólkið og samfélagið.
    Tómstundastarf styður við nám, félagsfærni, heilbrigði og líðan barna og ungmenna. Það er því mikilvægt samfélagslegt verkefni að beina sjónum að leiðum sem tryggt geta þátttöku þeirra allra í því starfi. Sóknarfæri fámennra sveitarfélaga eru mikil enda skapar smæðin nálægð og tengsl sem er mikilvægt að nýta til hagsbóta fyrir þátttöku og virkni ungmenna og barna með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn. Öll sveitarfélög geta þó nýtt sér stoðirnar þrjár.

Samþykkt: 
  • 29.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39568


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Adisa Mesetovic_Við_viljum_öll_tilheyra.pdf496,02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_við_viljum_öll_tilheyra.pdf209,66 kBLokaðurYfirlýsingPDF