is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39569

Titill: 
  • Hver er félagsleg staða unglingsdrengja sem EKKI stunda skipulagðar tómstundir?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • BA- ritgerðin mín fjallar um félagslega stöðu og áhættuþætti sem unglingsdrengir á Íslandi stríða við. Ef það eru góð tengsl á milli unglinga annars vegar og skóla, fjölskyldu og vina hins vegar þá eru minni líkur á áhættuhegðun. Mesti áhættuvaldurinn fyrir félagslega stöðu
    unglinga er tölvu- og skjánotkun. Samfélagsmiðlar skipa stóran sess í lífi unglinga, þar geta þeir auðveldlega týnst hvort sem er í tölvunum eða á samfélagsmiðlunum og þegar foreldrar átta sig á ástandinu getur það verið orðið of seint. Áhættuþættirnir eru margir, þeirra á meðal eru sjálfsvígshugsanir, sjálfsvígstilraunir, geðsjúkdómar, kvíði og depurð. Margir unglingar hafa áhyggjur af fjárhagslegri stöðu foreldra, þeir hafa tilhneigingu til fara að nota áfengi og tóbak eða veipa. Einnig er hætt við að þeir sofi illa eða jafnvel ekki neitt og það er mikil hætta á að þeir snúi sólarhringnum við. Þeir hætta jafnvel að sinna náminu og mæta ekki í skólann. Þegar unglingar eru orðnir félagslega einangraðir finnst þeim oft að það sé bara eitt í stöðunni og það er sjálfsvíg. Það þarf að taka höndum saman og vernda heilsu og velferð unglinganna okkar.

Samþykkt: 
  • 29.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39569


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Lokaverkefni.pdf473.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Adalbjorg_Runolfs.pdf14.79 MBLokaðurYfirlýsingPDF