is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3957

Titill: 
 • „Það er svo flókið að vera ég“ : áhrif þroskafrávika á félagsmótun unglinga
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Hér á eftir fer athugun á stöðu unglings með þroskafrávik í grunnskóla, rætt er við unglingsstúlku á 14 ári sem nýlega hefur fengið greiningu á einhverfurófi, einnig er rætt við móður hennar og kennara. Markmiðið er að skoða félagslega stöðu stúlkunnar í félagahópnum, reyna að skilja hvernig hún upplifir sig sem ungling og einnig hvernig móðir hennar og kennari upplifa hana.
  Stuðst var við eigindlega aðferðarfræði, tekin eru opin viðtöl við stúlku á 14 ári, móður hennar og kennara og þeir hvattir til að tjá sig um flest það sem viðkemur félags- og persónuþroska stúlkunnar.
  Niðurstöður bentu ótvírætt til að stúlkan er lengra komin í félags- og persónuþroska heldur en viðmælendur mínir áttuðu sig á, líklegt má telja að þeir láti einhverfufrávikið trufla sig í sýninni á stúlkuna. Þeim fannst hún mun barnalegri en hún var í raun og töldu að hún væri alls ekki komin með félags- og persónuþroska sem jafnaldar hennar.
  Segir þetta hversu mikilvægt er að vera vel vakandi yfir öllum þroskaskrefum unglingsins og láta frávik í þroska ekki trufla sig í mati á getu hans til samvista við jafnaldra.

Samþykkt: 
 • 7.10.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3957


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Það er svo flókið að vera ég.pdf187.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna