is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39570

Titill: 
  • Atvinnumál fatlaðs fólks á Akranesi : framtíðadraumar fatlaðs fólks á Akranesi : framboð á atvinnumarkaði á Akranesi að leiðarljósi og leiðir til úrbóta
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni var athygli beint að atvinnumálum fatlaðs fólks á Akranesi. Verkefnið var unnið vorið 2021 og er fræðileg umfjöllun en einnig voru tekin viðtöl við fjóra fatlaða einstaklinga. Leitast var við að svara eftirfarandi spurningu: Hvaða atvinnumöguleikar standa fötluðu fólki á Akranesi til boða og hvernig er þjónustu við þann hóp háttað? Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og gildandi lög og reglugerðir á Íslandi eiga að tryggja rétt fatlaðs fólks til atvinnu. Í verkefninu verður skoðað hvernig ríki og sveitarfélög styðji við fatlað fólk í þeim málefnum. Fatlað fólk hefur lengi búið við aðgreiningu í atvinnuþátttöku og mætir ýmsum hindrunum í atvinnuleit og úti á starfsvettvangi. Þær hindranir eru t.a.m. fordómar, fjárskortur og skortur stjórnvalda á framtíðarsýn í atvinnumálum fatlaðs fólks.
    Tekin voru viðtöl við fjóra fatlaða einstaklinga sem eru allir búsettir á Akranesi og reynt að skyggnast inn í drauma þeirra og langanir hvað varðar atvinnu. Viðmælendur voru spurðir út í sína starfsánægju og hvaða tækifæri þau hafa haft á atvinnu í bæjarfélaginu í þeim tilgangi að leggja mat á hvort atvinnumarkaðurinn og atvinnuúrræði á Akranesi mæti kröfum þessara einstaklinga og reynt að finna leiðir til úrbóta. Niðurstöður þessa verkefnis benda til þess að vöntun sé á tækifærum í starfi fyrir fatlað fólk á Akranesi og stuðningur við atvinnuleit sé ekki nægur. Þar að auki er starfsánægju þessa hóps ábótavant og virðist sem tækifæri á vinnu þurfi að vera jafnari og stuðningur úti á vinnumarkaði þurfi að vera einstaklingsmiðaðri. Ljóst er að Akraneskaupstaður þarf að skapa sér skýrari framtíðarsýn í atvinnumálum fatlaðs fólks og veita meira fjármagni í málaflokkinn.

Samþykkt: 
  • 29.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39570


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf178.06 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Aðalheiður Rósa Harðardóttir bakkalár.pdf552.48 kBLokaður til...01.07.2077HeildartextiPDF
yfirlýsing_skemma_ARH.pdf38.85 kBLokaðurYfirlýsingPDF