is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísinda- og lagadeild > Meistaraprófsritgerðir í Félagsvísinda- og lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39571

Titill: 
  • Skólastjórar í tónlistarskólum : hvað felst í starfinu og hvaða breytingar hafa orðið á því undanfarin ár?
  • Titill er á ensku Principals in music schools : what does the job entail and what changes have there been in recent years?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi miðar að því að skoða umhverfi skólastjóra í tónlistarskólum. Skoðað verður hvað felst í starfinu og hvaða breytingar hafa orðið á starfinu undanfarin ár. Rannsóknarefnið er um margt áhugavert og einstakt vegna sérstakrar stöðu skólastjóra tónlistarskóla. Skólarnir starfa þvert á skólastig, nemendur eru á öllum aldri, kennsla fer að mestu fram í einkatímum og þá eru skólarnir í senn mennta- og menningarstofnanir. Samkvæmt vitneskju rannsakanda hefur ekki verið gerð sérstök rannsókn á starfi skólastjóra tónlistarskóla áður, það er því áhugavert að skoða umhverfi þeirra sérstaklega. Rannsóknin er eigindleg viðtalsrannsókn þar sem byggt er á djúpviðtölum við viðmælendur, sem búa yfir yfirgripsmikilli reynslu á sviðinu. Helstu niðurstöður eru þær að starfið þykir afar fjölbreytt og mikið reynir á mannlega þáttinn í starfinu. Í rannsókninni kom einnig fram að skólastjórnendur þurfa að búa yfir mikilli hæfni á sviði stjórnunar og rekstrar- og mannauðsmála ásamt því að vera faglegir leiðtogar með ítarlega þekkingu á sviði tónlistar. Niðurstöður benda til þess að á síðustu árum hafi starfið tekið miklum breytingum og umfang og ábyrgð þess aukist til muna. Þá hafa kröfur til tónlistarskólastjóra aukist umtalsvert, sérstaklega á sviði stjórnunar, stjórnsýslu- og rekstrarmála ásamt ýmiss konar skrifstofuvinnu. Sú aukna ábyrgð er oft á tíðum á kostnað þess tíma sem skólastjórar hafa til að sinna faglegri og listrænni stjórnun skólanna. Viðmælendur voru sammála um að skólarnir hefðu vaxið í samfélaginu og að þeir njóti almennt meiri hylli og virðingar sem faglegar mennta- og menningarstofnanir.

  • Útdráttur er á ensku

    The objective of this research is to examine the environment of music school principals, what the job entails and what changes have taken place in recent years. The research subject is in many ways interesting due to the unique position of music school principals. The schools operate across different school levels, students are of all ages, teaching takes place mostly in private lessons and the schools are both educational and cultural institutions. No prior research has been done on this subject in Iceland. The study is a qualitative interview study based on in-depth interviews with people who have extensive experience in the field. The main results are that the work is very diverse and puts a lot of effort into the human aspect. Principals need to have increasingly greater skills in the field of management, operations and human resources as well as being professional leaders with in-depth knowledge in the field of music. The results indicate that in recent years the profession has undergone major changes, the scope and responsibility of the job has increased significantly. Especially in the field of administration and operations, as well as various types of office work. This increased responsibility often comes at the expense of time principals have to handle the professional and artistic management of the schools. Interviewees agreed that the schools had grown in the community and that they generally enjoyed greater favor and respect as professional educational and cultural institutions.

Samþykkt: 
  • 29.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39571


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Aron Örn Óskarsson.pdf851.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_AronOrnOskarsson.pdf103.07 kBLokaðurYfirlýsingPDF