is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísinda- og lagadeild > Meistaraprófsritgerðir í Félagsvísinda- og lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39572

Titill: 
  • "Hvernig á að fá þúsund blóm til að blómstra" : rannsókn á ólíkum viðhorfum úr menningargeiranum á Akureyri til menningarstefnu bæjarins
  • Titill er á ensku “How to make thousand flowers bloom“ : a research on diffirent views from the cultural sector in Akureyri towards the cultural policy of the municipality of Akureyri.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn eru könnuð viðhorf þrettán einstaklinga úr menningargeiranum á Akureyri, viðhorf stjórnenda stofnanna, listamanna og starfandi bæjarfulltrúa til menningarstefnu Akureyrarbæjar. Í því sjónarmiði er notast við eigindlega rannsóknaraðferð, viðtöl með opinni aðferð. Sú aðferð er ákjósanleg þegar greina á viðhorf og skoðanir. Þær listgreinar sem höfundur valdi að rannsaka eru leiklist, myndlist og tónlist. Jafnframt er stutt yfirlit yfir helstu einkenni menningarstefnu, bæði á Íslandi og í alþjóðlegu tilliti. Nokkru ljósi er varpað á þróun menningarstefnu á Akureyri og könnuð tengsl við menningarstefnu Reykjavíkur, norræna menningarstefnu og stuttur samanburður við önnur lönd Evrópu. Farið er stuttlega yfir skipulag Akureyrarbæjar í menningarmálum frá árinu 1999 til ársins 2019. Niðurstaða rannsóknarinnar gaf til kynna að sterkar stoðir séu til staðar á Akureyri þannig að menningarlíf geti blómstrað. Hins vegar bendir ýmislegt, í rannsókninni, til töluverðrar gjár á milli þess sem núverandi stefna leitast við að boða og framkvæmd hennar gagnvart stofnunum og listamönnum, þrátt fyrir umtalsverða uppbyggingu á aðstöðu. Rannsóknin gefur einnig til kynna að stefnan þjóni ekki nógu vel tilgangi sínum, mögulega vegna skorts á skýrum leiðum og markmiðum, því verði til frekar neikvæð upplifun á stefnunni bæði innan raða listamanna og milli stofnana. Að lokum eru reifaðar hugmyndir úr rannsókninni um tilgang menningarstefnu og endurnýjun á henni fyrir Akureyrarbæ.
    Lykilorð: Menningarstefna, menningarmál, listamenn, stofnanir, umhverfi.

Samþykkt: 
  • 29.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39572


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ElsaMariaGudmundsdottir_ML_Lokaverk.pdf885.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_ElsaMariaGudmundsdottir.pdf46.82 kBLokaðurYfirlýsingPDF