is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísinda- og lagadeild > Meistaraprófsritgerðir í Félagsvísinda- og lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39574

Titill: 
  • Íslensk menningarstefna á tuttugustu og fyrstu öld
  • Titill er á ensku Cultural Policy in Iceland : 21. Century development
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Menningarstefnu á Íslandi á tuttugustu og fyrstu öldinni mætti best lýsa sem ferli aukinnar fagvæðingar. Byrjað er að setja rammalöggjöf um ólík svið menningarinnar um aldamótin með auknu skipulagi opinbers stuðnings, kynningarmiðstöðvum, stefnumótun sviða og fagvæðingu úthlutunarnefnda. Breyting á lögum um fjármál hins opinbera hefur leitt til aukinnar stefnumörkunar málaflokka og gagnsæis í fjárveitingum og tengt fjármagn við stefnur. Á sama tíma má greina aukna tengingu menningar við félagsleg og efnahagsleg markmið stjórnvalda, og heildarfjármögnun á ólíkum menningarverkefnum. Aukna dreifistefnu, flutning verkefna ríkis til sveitarfélaga, má sjá í gerð menningarsamninga ríkisins við sveitarfélög. Það ferli hófst um aldamótin og þróaðist í sóknaráætlanir landshlutasamtaka sveitarfélaga með lögum um byggðaáætlun og um sóknaráætlanir (nr. 69/2015). Hina efnahagslegu áherslu má sjá í tengingu menningar við ferðaþjónustu og aukna áherslu á kynningarmiðstöðvar og útflutning. Tímabilinu má skipta í tvennt og skoða þau áhrif sem þær stjórnsýsluumbætur sem kenndar eru við nýskipan í stjórnsýslu hafa haft á menningarstefnu fyrir efnahagshrunið 2008 og stjórnarskiptin 2009. Eftir hrunið hefjast umbætur í anda samhentrar stjórnsýslu með aukinni stefnusamhæfingu hins opinbera og samvinnu þvert á stjórnsýslustig og samráð við haghópa og almenning. Þessar umbótastefnur hafa báðar leitt til aukinnar fagvæðingar menningarstefnu á Íslandi og skerpingar á velferðarsjónarmiðum menningarstefnu. Framlög hins opinbera til menningarinnar hafa aukist úr rúmum 6% frá síðustu áratugum tuttugustu aldar í tæp 7% á síðustu árum. Gróf flokkun ríkisútgjalda (COFOG), sem og gróf flokkun menningarútgjalda á sveitarstjórnarstigi, veldur því að erfitt er að greina fjárframlög til menningarmála. Gagnaskortur stendur tölulegri greiningu og mati á árangri stefnu fyrir þrifum.

Samþykkt: 
  • 29.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39574


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Erna Kaaber Íslensk menningarstefna á tuttugustu og fyrstu öld.pdf3.25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
erna kaaber.jpg679.54 kBLokaðurYfirlýsingJPG