is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísinda- og lagadeild > Lokaverkefni í Félagsvísinda- og lagadeild (BA/BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39575

Titill: 
 • Persónuvernd, Innleiðing GDPR-reglugerðar í lög og vitundarvakning um persónuvernd
 • Titill er á ensku Personal data protection, Implementation of the GDPR regulation in law and raising awareness of personal data protection
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Útdráttur
  Markmið og tilgangur þessarar ritgerðar er að gera athugun á persónuvernd á tímum upplýsingaaldar sem einkennt hefur verið við 21. öldina. Með aukinni netnotkun og hraða í lausnamiðaðri tækni hefur aldrei verið mikilvægara að framfylgja skyldum um persónuvernd og gæta öryggis með fullnægjandi hætti því á sviði. Hin almenna persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins og ráðsins var innleidd í lög á Íslandi í gegnum EES-samning 15. júlí 2018. Reglugerðin er gjarnan kölluð GDPR-reglugerðin og markar tímamót í sögu persónuverndar. GDPR-reglugerðin hefur það markmið að boða strangari og samræmdari stefnu innan aðildarríkja EES á sviði persónuverndar, með auknu gagnsæi og auknum heimildum persónuyfirvalda á sviði löggæslu og refsivörslu í Evrópu. Að þessu sögðu fer hér fram umfjöllun um innleiðingu GDPR-reglugerðar og athugun á áhrifum innleiðingar á lagaumhverfi persónuverndar sem í gildi er á Íslandi. Hin mikla tækniþróun með notkun Internetsins síðastliðin misseri og áratugi hefur skapað með sér gífurleg tækifæri samhliða auknum vandkvæðum á sviði persónuverndar. Aðalvandinn er að tryggja að notkun og vinnsla persónuupplýsinga fari fram með öruggum og fullnægjandi hætti. Að áliti höfundar er gildissvið GDPR-reglugerðar víðtækt, þess vegna mun skýrast þegar fram líður með frekari dómaframkvæmd Evrópudómstóls og úrlausna eftirlitsyfirvalda aðildarríkjanna, hvort að endurbætur laganna hafi leitt til þess að núgildandi löggjöf um persónuvernd tryggi einstaklingum fullnægjandi vernd grundvallarréttinda á sviði persónuverndar og friðhelgi einkalífs.

 • Útdráttur er á ensku

  ABSTRACT
  The aim and purpose of this thesis is to examine the importance for the privacy law of the information age that has been characterized by the 21st century. With the increasing use of the Internet and the speed of solution-oriented technology, the utmost security must be adequately ensured by fulfilling privacy obligations. The General Privacy Regulation of the European Union and the Council GDPR, which is transposed into Icelandic law through the EEA Agreement on 15th of july 2018, marks a turning point in the history of privacy. The purpose of the GDPR Regulation on privacy is to call for a stricter and more coherent policy for the EEA Member States in the field of privacy with increased transparency as well as increased powers of personal authorities in the field of law enforcement and law enforcement in Europe. That said, this is a discussion of the implementation and impact of the GDPR regulation on personal data protection and the legal environment force in Iceland in the field of data protection. Technological developments in the online world in recent months and decades have created enormous opportunities along with increasing problems in the field of privacy. The big problem that needs to be protected is the use and processing of personal information satisfactorily. The author concludes that the scope of the GDPR Regulation will be clarified by the further case law of the European Court of Justice and the rulings of the supervisory authorities within the Member States, which will give a clearer picture of whether the current legislation on personal data protection provides individuals with adequate protection of fundamental rights.

Samþykkt: 
 • 29.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39575


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
GuðrunMargretMagnusdottir_BS_lokaverk.pdf724.95 kBLokaður til...14.12.2021EfnisyfirlitPDF
Efnisyfirlit_Lokaskil.pdf100.05 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_GudrunMargretMagnusdottir.pdf305.85 kBLokaðurYfirlýsingPDF