Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/39576
Þegar kennarar hafa fjölbreyttar kennsluaðferðir á valdi sínu eru meiri líkur á að þeir geti komið til móts við þarfir fjölbreytts nemendahóps. Með notkun mismunandi kennsluaðferða verður kennslan fjölbreyttari og meiri líkur eru á því að kennarar geti viðhaldið áhuga nemenda á námsefninu (Ingvar Sigurgeirsson, 2013).
Tilgangur þessa verkefnis er að athuga hvort kennarar á unglingastigi í grunnskólum landsins beiti fjölbreyttum kennsluaðferðum í kennslu. Rannsóknarspurningin er svohljóðandi: Beita kennarar á unglingastigi í grunnskólum fjölbreyttum kennsluaðferðum í kennslu? Til að fá svar við þessari spurningu var gerð megindleg könnun sem sett var upp sem rafrænn spurningalisti í Google forms og voru þátttakendur kennarar á unglingastigi í grunnskólum. Alls voru 98 þátttakendur sem svöruðu könnuninni. Niðurstöður sem fengust úr rannsóknarkönnuninni voru bornar saman við niðurstöður rannsóknar sem komu fram í Starfshættir í grunnskólum við upphaf 21. aldar (Gerður G. Óskarsdóttir, 2014).
Flestir þátttakendur rannsóknarinnar töldu sig nota fjölbreyttar kennsluaðferðir og er niðurstaða rannsóknarinnar sú að kennarar á unglingastigi beita almennt fjölbreyttum kennsluaðferðum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
„Einhæfa kennslu ber að forðast“ Notkun kennsluaðferða á unglingastigi. .pdf | 632,48 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
2021skemman yfirlysing lokaverkefni.SE.AES.pdf | 262,76 kB | Lokaður | Yfirlýsing |