is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísinda- og lagadeild > Meistaraprófsritgerðir í Félagsvísinda- og lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39577

Titill: 
 • Í upphafi var diplómasían : skipulagning meistaranáms í diplómasíu fyrir Háskólann á Bifröst.
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessa hagnýta verkefnis er að rannsaka hvernig háskólinn á Bifröst geti byggt upp samkeppnishæft meistaranám í diplómasíu. Hugtakið diplómasía er snúið í þýðingu og er oft talið eiga við utanríkisþjónustu í heild sinni. Fræðileg skilgreining á diplómasíu vísar hins vegar til aðferða sem notaðar eru til að ná utanríkismarkmiðum stjórnvalda. Með því að skoða veraldarsöguna má sjá þróun þessara aðferða og jafnvel hvaða verkfæri diplómasíu eigi að leggja áherslu á að kenna í nútímanum og nánustu framtíð.
  Verkefni íslensku utanríkisþjónustunnar gefa sýn á raunveruleg verkefni diplómata, þó mikilvægt sé að átta sig á því að þátttakendur í alþjóðakerfinu eru ekki takmarkaðir við starfsmenn utanríkisráðuneytisins og að nám í diplómasíu er gagnlegur undirbúningur fyrir ýmis önnur störf. Tekin voru viðtöl við íslenska og erlenda diplómata til að fá innsýn í reynsluheim þeirra og álit á því hvaða menntun og þjálfun nýtast best fyrir starfið. Nám í diplómasíu við virta erlenda skóla var skoðað til að fá hugmyndir um hvernig best skuli skipuleggja námið, framboð námsgreina og kennsluaðferðir.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að kenna þurfi fræðileg kjarnafög á sviði stjórnmálafræði, lögfræði, sagnfræði, alþjóðafræði, alþjóðasamskipta, hagfræði og alþjóðlegra efnahagsmála og þjálfa færni til röksemdafærslu, rannsókna og gagnrýnis mats til að greina alþjóðleg málefni. Samvinna við erlenda skóla eykur fjölda valnámskeiða og þar með möguleika á sérhæfingu, auk þess sem alþjóðasamvinna í náminu undirbýr nema fyrir það sem koma skal í starfi.
  Jafnvel enn mikilvægara er að þjálfa færni til að nýta verkfærakistu diplómaísunnar, eins og samskipti, leiðtoga- og stjórnunarhæfileika, samningatækni, framsögn, kynningar, menningarlæsi, stjórnun almannatengsla, framkomu, prótokoll og siðareglur.
  Af ofangreindu má álykta að til að námið sé samkeppnishæft þurfi að vanda vel til skipulagningar. Áhersla þarf að vera á góða kennara, gestafyrirlesara og raunhæf verkefni, tilviksrannsóknir, hermilíkön, starfsnám, heimsóknir í stofnanir og þátttöku í alþjóðlegum ráðstefnum. Lagt er til að Háskólinn á Bifröst myndi evrópskt menntasetur, fræðamiðstöð sem brúar það besta beggja vegna Atlantsála í samvinnu við evrópska og ameríska skóla.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this project is to study how Bifröst University can build a competitive master's program in diplomacy. The term diplomacy is sometimes considered to be synonymous with the term foreign affairs. Academical definition of diplomacy, however, refers to the methods used to achieve the objectives of the government's foreign policy. Studying the history of diplomacy can give a clue of which diplomatic tools should be emphasized at the present and in the near future.
  Studying the Icelandic Ministry for Foreign Affairs provides an insight into real tasks of its diplomats, but it is important to keep in mind that participation on the international stage is no longer limited to diplomats, and studying diplomacy is an excellent preparation for various other professions. Interviews with Icelandic and foreign diplomats provided insight into their experience and opinions, on which education and training is most useful for the career. Researching reputable foreign schools provided an inspiration for the organization of a diplomatic program, syllabus, and teaching methods.
  The main findings of this study include the need to teach academical core subjects in the fields of political science, law, history, international studies, international relations and international economics, and to train the skills of reasoning, research and critical evaluation to analyze international affairs. Cooperation with foreign schools increases the number of possible elective courses and thus the possibility of specialization. Additionally, international cooperation prepares students for their future career.
  Even more important is the training of skills that enable students to utilize the toolbox of diplomacy, such as communication, leadership and management skills, negotiation techniques, articulation, presentation, cultural literacy, management of public relations, conduct, protocol, and etiquette.
  In conclusion, for a master's program in diplomacy to be competitive, it must be well planned. Emphasis must be placed on attracting good teachers and guest lecturers, offering practical projects, case studies, simulators, internships, visits to pertinent institutions and participation in international conferences. It is therefore recommended that Bifröst University form a European Center for Education, a research center that bridges the best on both sides of the Atlantic, in collaboration with European and American schools.

Samþykkt: 
 • 29.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39577


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ólöf Sigvaldadóttir Lokaritgerð MA.pdf14.41 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna