is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39580

Titill: 
 • Ofbeldisfull öfgahyggja og ungt fólk : staða þekkingar og mikilvægi forvarna
 • Titill er á ensku Violent extremism and young people : current knowledge and the importance of prevention
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Öfgahyggja (e. extremism) er áhyggjuefni um allan heim og að sumra mati ein helsta ógnin við öryggi, stöðugleika og velmegun þjóðríkja og alþjóðasamfélagsins. Er það sérstaklega vegna tengsla öfgahyggju við ofbeldi og hryðjuverk og þeirra alvarlegu afleiðinga sem hún hefur á einstaklinga, hópa fólks og samfélagið í heild sinni. Rannsóknir benda til þess að ungt fólk í Evrópu sé í auknum mæli að tileinka sér ofbeldisfulla öfgahyggju (e. violent extremism) og unglingsárin hafa verið skilgreind sem sérstakur áhættuþáttur fyrir ofbeldisfulla öfgahyggju.
  Meistaraverkefni þetta er rannsóknarritgerð. Markmiðið er að kortleggja þá þekkingu sem er til staðar um öfgahyggju og þá sérstaklega ofbeldisfulla öfgahyggju. Lögð er áhersla á ungt fólk í Evrópu og mikilvægi forvarna gegn því að ungt fólk tileinki sér ofbeldisfulla öfgahyggju. Rannsóknarritgerðin er að mestu leyti byggð á erlendum rannsóknarniðurstöðum, ritrýndum fræðigreinum, skýrslum og bókum um öfgahyggju og ofbeldisfulla öfgahyggju.
  Leitast var við að svara því hvað ofbeldisfull öfgahyggja er og hvernig hún birtist hjá ungu fólki, hverjir helstu áhættuþættir og helstu verndandi þættir eru fyrir ungt fólk gagnvart ofbeldisfullri öfgahyggju og hvort, og þá með hvaða hætti, þátttaka í skipulögðum tómstundum geti verið forvörn gegn ofbeldisfullri öfgahyggju ungs fólks.
  Niðurstaðan er sú að ofbeldisfull öfgahyggja ungs fólks hefur mismunandi birtingarmyndir og tengist fjölda áhættu- og verndandi þátta. Þátttaka í skipulögðu tómstundastarfi getur verið mikilvæg forvörn gegn því að ungt fólk tileinki sér ofbeldisfulla öfgahyggju og gangi til liðs við öfgahópa eða hryðjuverkasamtök. Það er sérstaklega vegna þeirra jákvæðu áhrifa sem þátttaka í tómstundum getur haft á þátttakandann, einkum vegna áhersluþátta í starfinu sem byggja á menntunar-, forvarnar-, félags- og uppeldisgildum og viðmiðum sem og vegna mikilvægi þeirra sem starfa í skipulögðu tómstundastarfi með ungu fólki.
  Tilgangurinn með rannsóknarritgerðinni var að skapa nýja þekkingu fyrir íslenskt fræðasamfélag svo hægt verði að takast á við ofbeldisfulla öfgahyggju hjá ungu fólki í íslensku samfélagi með frekari rannsóknum á umfangi, birtingarmyndum og þróun á Íslandi. Með því er lagður grunnur svo hægt verði að móta og þróa verklag og verkfæri fyrir forvarnarstarf og inngrip fyrir fólk sem starfar með ungu fólki í skipulögðu tómstundastarfi og leggja grunninn að þróun gagnreyndra aðferða.

 • Útdráttur er á ensku

  Extremism is a global concern and according to some one of the biggest threats to the security, stability and prosperity of nation states as well as the international community. It is mainly due to the connection between extremism and violence and terrorism and the serious consequences it has for individuals, groups of people and the whole society. Research indicates that a growing number of young people in Europe are engaging in violent extremism and adolescence per se has been defined as a risk factor for violent extremism.
  This Master´s thesis is a literature review. The aim is to map the existing knowledge on extremism, and especially violent extremism, with emphasis on young people in Europe and the importance of prevention against violent extremism amongst young people. This literature review consists mostly of research results, peer reviewed articles, reports and books on extremism and violent extremism abroad. This literature review aims to answer what violent extremism is and how it appears amongst young people, who the risk and protective factors for young people are, and if, and then how, participation in structured leisure activities can be a prevention against violent extremism amongst young people.
  The main results are that violent extremism amongst young people has different manifestations and there are many risk factors as well as protective factors connected to violent extremism and young people. Participation in structured leisure activities can be a prevention against young people engaging in violent extremism and joining extremist or terrorist groups. That is mainly due to the positive effects the participation has on the participant, the emphasis on prevention and educational, social and pedagogical values and norms in structured leisure activities, as well as the importance of youth workers.
  The purpose of this Master´s thesis was to create new knowledge for the academic community in Iceland to open the pathway for further research on the scope, forms and manifestations and the development of violent extremism amongst young people in Iceland. That makes it possible to form and develop procedures and tools for prevention and intervention for youth workers and lay the ground for evidence-based practises.

Samþykkt: 
 • 29.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39580


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sema-Erla-Serdaroglu_skemman_yfirlysing_lokaverkefni.pdf62.57 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Sema Erla Serdaroglu - M.Ed..pdf1.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna