is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39584

Titill: 
 • Framtíðarsýn brunamála við Eyjafjörð : er sameining slökkviliða við Eyjafjörð raunhæfur kostur?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Sameining sveitarfélaga hefur mikið verið í umræðunni enda er það skýr stefna yfirvalda að sameina sveitarfélög. Helstu rökin fyrir sameiningu eru hagkvæmni og skilvirkni. Sameining sveitarfélaga er flókið ferli og tekur langan tíma í undirbúningi. Því hafa sveitarfélög í gegnum tíðina unnið saman af ákveðnum málaflokkum til að hagræða, ná fram hagkvæmni í rekstri og á endanum, sem alltaf hlýtur að vera endamarkmiðið að veita þegnum sínum betri þjónustu. Slökkvilið landsins eru engin undantekning hvað málefnið varðar. Þungt getur reynst fyrir smærri sveitarfélög að reka svo dýra þjónustu og uppfylla hið lögbundna hlutverk sem snýr að rekstri slökkviliða en undir hann fellur starfsmannahald, útvegun tækja og búnaðar, þjálfun og eldvarnareftirlit, svo eitthvað sé nefnt. Samvinna sveitarfélaga um rekstur slökkviliða hefur því verið talsvert algeng. Byggðasamlag er einn möguleikinn um rekstur slökkviliða og er talsverð reynsla af því fyrirkomulagi, samanber Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins, Brunavarnir Árnessýslu Brunavarnir Suðurnesja, Brunavarnir Austurlands og Brunavarnir Austur Húnavatnssýslu.
  Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að skoða vilja sveitarstjórnarfólks og slökkviliðsmanna til sameiningar slökkviliðanna á Eyjafjarðarsvæðinu. Til að meta þörf á sameiningu, kostum hennar og göllum, rýnir höfundur einnig í stöðu slökkviliðanna á svæðinu í dag og hvort þau eru að uppfylla lögbundið hlutverk sitt.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að byggðarsamlag sé hentugur kostur eins og sögulegt samhengi sýnir og er í anda stefnu stjórnvalda. Að mati höfundar er mikil þörf fyrir áframhaldandi rannsóknir á sviði brunamála og þá sér í lagi á landsbyggðinni, mótun stefnu og að raunverulegur kraftur verði settur í að efla útkallseiningar slökkviliða smærri sveitarfélaga á landsbyggðinni með sameiningu.

 • The unification of municipalities has been much discussed, as it is a clear policy of the authorities to unite municipalities. When looking at the arguments for merging, it is efficiency and effectiveness that are the main arguments for merging municipalities. Merging municipalities is a complex process and takes a long time to prepare. Therefore, municipalities have historically worked together on certain issues to streamline, achieve operational efficiency and ultimately, which must always be the ultimate goal, of providing better services to its citizens. The country's fire brigade is no exception to this, on the contrary. It can be difficult for smaller municipalities to run such expensive services and fulfill their statutory role as a municipality to maintain a fire brigade and staff it with equipment, training, fire prevention and so on. Therefore, co-operation between municipalities on the operation of the fire brigade has been quite common. Co-owned agencies are one of the possibilities for the operation of a fire brigade and considerable experience has been gained, for example, with the Fire Brigade of the Capital Area, the Árnessýsla Fire Brigade and the Suðurnes Fire Brigade.
  The subject of this dissertation is to examine the willingness of local authorities and firefighters to unite the fire brigades in the Eyjafjörður area. To assess the need for unification, its advantages and disadvantages, the author also examines the position of the fire brigade today and whether they are fulfilling their statutory role.
  The results of the study indicate that regional co-operation is a suitable option, as the historical context shows, and is in the spirit of government policy. In the author's opinion, there is a great need for continued research in the field of firefighting, especially in the countryside, to formulate policy and put real effort into strengthening the call-out units of smaller fire brigades in rural areas by merging.

Samþykkt: 
 • 29.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/39584


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gunnar Rúnar Ólafsson_MS_lokaverkefni.pdf1.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna