is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39586

Titill: 
  • Börn í skapandi starfi : þar sem ævintýrin gerast
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið með umfjöllun okkar er að varpa ljósi á hugmyndafræðilega sýn um hlutverk leikskólakennara þegar hann leitar leiða sem mögulega stuðla að þátttöku ungra barna í skapandi starfi. Menntun í leikskóla beinist að því að leikskólakennari styður við nám barna og skapar þeim tækifæri til að tengjast umhverfinu. Leikur er börnum ánægjulegur, mikilvægur og eðlislægur og þess vegna er hlutverk leikskólakennara m.a. að samþætta nám og leik barna. Slík nálgun styður við heildarþroska barnsins þar sem tekið er tillit til þarfa hvers og eins en þannig gefst börnunum tækifæri til þess að uppgötva eigin getu í gegnum rannsóknir og upplifanir sem safnast smám saman í reynslubanka þeirra. Einnig er hlutverk leikskólakennara í þessu samhengi að skapa börnum fagurt, notalegt og örvandi umhverfi sem ætti að ýta undir þekkingu út frá ákveðnum námsþáttum sem unnið er með. Í þessari ritgerð er ljósi varpað á sjálfbærnimenntun sem samþætt er við sköpun. Umhverfi sem ýtir undir nám barna byggir á hugmyndafræði Reggio Emilia þar sem horft er á börn sem meðtækilega, getumikla einstaklinga og áhrifavalda í eigin náminu. Lokaverkefninu okkar fylgir viðauki í formi bæklings sem geymir vinnuferli sem annar höfundur fór í gegnum. Bæklingur leiðir lesandann í gegnum hugmyndir hans um skapandi vinnu með náttúrulegan og endurnýtanlegan efnivið sem nýtta má í leikskólastarfi. Bæklingur þessi er ætlaður leikskólakennurum sem hafa áhuga á viðfangsefninu en getur um leið stutt þá til að hafa eigið frumkvæði í skapandi starfi með börnum. Slík samvinna ýtir undir virka þátttöku barna og sjálfstæð og ábyrg vinnubrögð þeirra. Börn eru skapandi verur og persónuleg reynsla þeirra á tilteknu sviði örvar sköpunargáfu þeirra þar sem þau öðlast djúpan skilning í skapandi athöfnum.

Samþykkt: 
  • 29.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39586


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bakkal_C3_A1rverkefni_-_Sanja_2C_Agnieszka_-_final_281_29.pdf406.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni_B_C3_A6klingur_Agnieszka_og_Sanja.pdf5.63 MBOpinnVerkefnaheftiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf64.94 kBLokaðurYfirlýsingPDF