is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3959

Titill: 
 • Áhrif Beinnar kennslu og umbunarkerfis á frammistöðu nemanda á einhverfurófinu í tilteknum stærðfræðiþáttum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Verkefnið „Stærðfræðikennsla” er 10 eininga rannsóknarverkefni lagt fram til fullnaðar B.A.-gráðu í þroskaþjálfun við Háskóla Íslands. Leiðsögukennari var Anna-Lind Pétursdóttir, lektor í sálfræði við Háskóla Íslands. Þakka ég henni kærlega fyrir ómetanlega leiðsögn og gagnlegar athugasemdir. Einnig þakka ég Írisi Árnadóttur þá aðstoð sem hún veitti mér.
  Í verkefninu er fjallað um helstu einkenni einhverfu og Aspergersheilkennis, og að nemendur á einhverfurófinu eigi líka sameiginleg ákveðin einkenni í námsferli sem geri það að verkum að ákveðnar kennsluaðferðir séu taldar henta þeim betur en aðrar. Rannsóknar-spurningin var að kanna áhrif Beinnar kennslu og umbunarkerfis á frammistöðu 9 ára drengs í afmörkuðum stærðfræðiþáttum. Drengurinn var greindur með Aspergersheilkenni og með sterkt mynstur óyrtra námserfiðleika. Hann átti í erfiðleikum með að fylgja bekkjarfélögum sínum í stærðfræði því hann var ekki með grundvallarfærni stærðfræðinnar á hreinu. Markmið rannsóknarinnar var að auka færni nemandans í samlagningu, margföldun og að finna verðgildi peninga. Rannsóknin fór fram í sérkennslustofu. Frumbreytur rannsóknarinnar voru tvær, það er Bein kennsla og umbunarkerfi. Fylgibreyturnar voru þrjár: frammistaða nemandans í reikningi samlagningardæma (0 – 9) á mínútuprófum, frammistaða í dæmum á mínútuprófum þar sem átti að leggja saman gildi tveggja til þriggja krónupeninga, og frammistaða í reikningi margföldunardæma (1 – 7) á mínútuprófum. Ekki var reynt að stjórna fyrir áhrifum hvers þáttar íhlutunarinnar fyrir sig. Stuðst var við margfalt grunnlínusnið yfir atferli til að meta áhrif kennsluaðferðanna á færni í hinum tilteknu stærðfræðiþáttum.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að Bein kennsla og umbunarkerfi hafi jákvæð áhrif á frammistöðu nemanda í tilteknum færniþáttum í stærðfræði, því við inngrip fór nemandinn að leysa erfiðari dæmi en áður og hann náði settum námsviðmiðum á tveimur námsþáttum af þremur. Niðurstöðurnar voru í samræmi við niðurstöður annarra rannsókna sem hafa verið gerðar á áhrifum atferlislegra kennsluaðferða. Með markvissri og formfastri kennslu, skilgreindum og hlutlægum markmiðum og ítarlegri gagnasöfnun er hægt að bæta færni nemenda sem eiga í námsörðugleikum.
  Lykilorð: Einhverfuróf, umbunarkerfi.

Samþykkt: 
 • 7.10.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3959


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
363knarverkefni.pdf482.56 kBLokaðurHeildartextiPDF