is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/39592

Titill: 
  • Áhættuhegðun og verndandi þættir : orsakir áfengis- og vímuefnaneyslu unglinga og áhrif verndandi þátta
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er fræðileg heimildaritgerð og fjallar um áfengis- og vímuefnaneyslu unglinga. Unglingar nú á tímum eru að kljást við krefjandi áskoranir sem geta haft áhrif á það hvort að þeir leiti í áfengi eða vímuefni. Markmið ritgerðarinnar er að kortleggja stöðu þekkingar á áfengis- og vímuefnaneyslu unglinga og áhrif verndandi þátta á áhættuhegðun unglinga sem birtist í áfengis- og vímuefnanotkun ásamt því að fjalla um hverjar ástæðurnar eru á bakvið notkun þeirra í þeim tilgangi að fyrirbyggja slíka notkun. Rannsóknir hafa sýnt að áfengisnotkun íslenskra unglinga fer minnkandi og vímuefnanotkun einnig fyrir utan kannabisnotkun sem virðist fara vaxandi. Niðurstöður sýna að ástæður áfengis- og vímuefnanotkunar fara fyrst og fremst eftir aðstæðum og persónuleika unglings ásamt líffræðilegum þáttum. Verndandi þættir eins og leiðandi uppeldishættir, seigla og jákvæð sjálfsmynd geta stuðlað að velferð og heilbrigði unglinga en einnig komið í veg fyrir áfengis- og vímuefnanotkun ef rétt er farið að. Mikilvægt er að upplýsa almenning um áhættuhegðun unglinga til þess að hægt sé að fyrirbyggja þá hegðun. Einnig er mikilvægt að foreldrar taki virkan þátt í lífi unglingsins svo hægt sé að mynda góð tengsl við hann og haft áhrif á ákvarðanir sem hann tekur í lífinu þar sem áhersla er lögð á mikilvægi þess að efla verndandi þætti og vinna gegn áhættuþáttum.

Samþykkt: 
  • 30.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/39592


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð - Áhættu og verndandi þættir.pdf602.14 kBLokaður til...01.01.2050HeildartextiPDF
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf156.16 kBLokaðurYfirlýsingPDF